Margt enn óljóst í samningum stjórnvalda við kröfuhafa.

Spaugilegt hefur verið að fylgjast með framsóknarmönnum og hluta sjalla mótmæla því að um samninga sé að ræða.  Nei nei, það heitir víst samtal og viðræður.  Ekki samningaviðræður. Burtséð frá því, þá er margt ennþá óljóst hvað nákvæmlega felst í samningunum.  Það er líka hálfóljóst hvort samningarnir séu endanlega frágengnir.  Stjórnvöld og fleiri hafa beint allri athygli og umræðu að ytri ramma sem samanstendur að mestu af fögrum frösum í leiksýningu.  En frasarnir eru merkingarlausir hvað varðar efnisatriði eða staðreyndir.  Mér finnst t.d. eins og þessi meinti gróðisem mest er talað um sé ansi fljótt farinn að rýrna.  Jú jú, kröfuhafar sömdu um að láta einhverjar eignir hér eftir eins og allataf lá fyrir frá byrjun.  En hvað nákvæmlega það þýðir í krónum og Evrum er barasta erfitt um að spá.  Það kemur sennilega ekki í ljós nærri strax.  Hugsanlega ekki fyrr en eftir nokkur ár ef því er að skipta.  Málið er allt hið vandræðalegasta fyrir framsóknarmenn.


Bloggfærslur 11. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband