Hvenær ætla framsjallar að biðja þjóðina afsökunnar?

Fólk er orðið langþreytt á að bíða eftir afsökunarbeiðni frá framsjöllum.  Ljúga og svíkja sig svona til einvalda og að kjötkötlunum, - og svo er barasta látið greipar sópa.  Hvað á þetta að þýða!?  Ef framsjallar myndu nú kunna að skammast sín í hausinn á sér og biðjast afsökunnar og skila fengnum, þá væri e.t.v. hægt að hugsa málin uppá nýtt og halda áfram frá þeim punkti.  En það kemur engin afsökunarbeiðni.  Það kemur ekkert nema hortugheit og fráleitar skýringar slag í slag.  Skýringar sem enginn tekur fyrir gilt.  Það endar með því að þjóðin verður að stoppa þessa menn.  Framsjallar virðast viti sínu fjær eða til vara svo veruleikafirrtir að landinu og lýðnum stendur stórhætta af þessum andskotans vitleysisgangi og framsjallaspillingu.   


Það gengur eftir sem ég sá fyrir, að Tsipras-ríkisstjórnin í Grikklandi yrði fljótt afar óvinsæl.

Meirihluti Grikkja óánægðir með ríkisstjórnina

,,Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gríska dagblaðið Proto Thema birti á dögunum er meirihluti Grikkja óánægðir með störf grísku ríkisstjórnarinnar sem leidd er af Alexis Tsipras, leiðtoga Syriza. 52% þeirra sem svara könnuninni segjast vera óánægð með störf ríkisstjórnarinnar á meðan 39% segjast vera ánægð með ríkisstjórnina."


Bloggfærslur 29. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband