Framsóknarmenn banna smælingjunum að veiða makríl. Það var viðbúið og í takt við stefnu framsóknarmanna sem hafa nú sett á umsátur um heimilin í landinu hérna.

En fáir spurja hve mikið er eftir af heildarmakrílkvótanum sem framsóknarmenn settu.

Nú sér maður það í færeyskum miðlum að Ísland sé búið að veiða þann kvóta sem settur var.

Það held eg sé ekki rétt.

Getur tæplega verið að búið sé að veiða heildarkvótann miðað við hve lítið var búið að veiða í byrjun ágúst.

Með því að auka smábátakvóta þarf sennilegast að minnka kvóta hinna stóru hjá LÍÚ en framsóknarmenn eru sem kunnugt er í öðrum rassvasa LÍÚ og eru geymdir þar.

Hitt er svo annað mál og önnur umræða, að þa sýnir vel stöðu fjölmiðla hérna, að enginn fjölmiðill skuli segja hve mikið er búið að veiða af heildarmakrílkvótanum. 


Bloggfærslur 8. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband