Hvað er LÍÚ búið að veiða mikinn makríl?

Sérkennilegt að ekki skuli vera upplýsingar um hve mikið af makrílkvótanum sem LÍÚ setti sér er búið að veiða.  Hafa komið fréttir um að þessi eða hin fyrirtækin væru langt komin o.s.frv. - en hve mikið af heildarkvótanum er búið að veiða?

Athygli vakti að Grænland er búið að veiða 77.000 tonn og komu fregnir um það fyrir nokkru þó ekki hafa það birst hér uppi nema hjá mér.  Næstum búnir að veiða allan kvótann sem þeir settu sér sem var um 100.000 tonn,  minnir mig. 

En hvað er LÍÚ búið að veiða mikið í íslenskum sjó af heildarmakrílkvótanum sem þeir settu sér?

Það ætti að vera mjög einfalt að svara þessu. 


Framsóknarmenn sjá um sína. Nú vilja þeir vernda fjárglæframenn og ofur-ríka ásamt fv. útrásarvíkingum.

,,Sextán starfsmönnum Sérstaks saksóknara var sagt upp í morgun. Uppsagnirnar eru tilkomnar vegna lækkandi fjárframlaga til embættisins samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði í samtali við fréttastofu að uppsagnirnar væru afleiðing skertra fjárframlaga til embættisins í fjárlagafrumvarpi næsta árs."

http://www.ruv.is/frett/sextan-sagt-upp-hja-serstokum-saksoknara

Þetta kemur ekki á óvart og alveg í takt við eðli framsóknarmanna.  

Núna eiga bara allir að biðja fyrir framsóknarmönnum og þá fá þeir kannski gám að búa í sem þeir kaupa af framsóknarræflunum, verðtryggt og á okurvöxtum.

Þvílíkt andskotans hyski sem þessi Ójafnaðarstjórn er. 


Þjóðhagfræðilegar viðvörunarbjöllur klingja vegna framferðis framsjalla.

Ójafnaðarstjórn elítunnar og framsjalla eru að byggja upp kreppu í landi.  Allar þjóðhagfræðilegar tölur sýna það.  Ójafnaðarstjórnin er með allt á hælunum og öll þeirra gígantísku kosningaloforð reyndust hjómið eitt og beisiklí brútalt lygi.  

Getum tekið dæmi.  Ójafnaðarmenn ætluðu að gera svo mikið fyrir ,,heimilin í landinu hérna!".  Þeir fullyrtu það og lofuðu í mörg ár.  Hverjar eru efndirnar fyrir utan allar nefndirnar?  Jú, fólk fær kannski að búa í gámi ef það kaupir hann af framsóknargæðingi!

Þetta nær auðvitað engri átt.

Svo yfirgengilega mikil hörmung þessi elítustjórn auðmanna, ójafnaðarmanna og þjóðbelgings-nöttkeisa,  - að orð fá tæplega lýst. 


mbl.is Hallinn nálgast 12 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband