Óhæf ríkisstjórn.

Ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í að segja sem fyrst af sér, sjálfviljug.  

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa komið öllu í rugl á þessu landi og það gerist akkúrat ekkert nema að þeim betur stæðu er hyglað á kostnað hinna verr stæðu.

Það var svo sem viðbúið að elítuflokkarnir hefðu þann háttinn á - en hitt er svo annað að í öllum málum og uppákomum, bulla þessir menn svo mikið að ekki er upp á það bjóðandi.  

Það er ótækt að ríkisstjórn lands bulli svona til lengri tíma litið.

Það að annar flokkanna hafi tekið upp stefnu danska þjóðarflokksinns og ætli að keyra á því næstu árin - það ætti líka að vera næg ástæða fyrir sjallaflokk til að slíta samstarfinu.

Ef sjallaflokkur gerir það ekki - þá verður hann meðsekur.  Meðsekur um að kynda undir fordómum gagnvart minnihlutahópi.

Það er varla til lágkúru- og lítilmannlegra framferði.

Óhæf og lágkúruleg ríkisstjórn verður að víkja.   


mbl.is Laxveiðiferðin ekki boðsferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband