Hatur öfga-hægrimanna er óhugnalegt. Ætti Forsetinn ekki að stíga inní þetta og flytja ávarp og sussa á þessa öfga?

Jú, hann ætti að gera það.  Forsetinn hefur í tíma og ótíma á undanförnum árum verið að skipta sér af landsmálum og á þann hátt að afskiptin hafa kynt undir öfga-hægri og þjóðrembu.  Hann ber því þarna vissa ábyrgð.

Nú nú.  Svo skeður það í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga að framsóknarflokkur,  helsti stuðningsflokkur forseta, ákveður að höfða inná fordóma með afar ósmekklegum og lákúrulegum hætti.  Þá sögu þarf eigi að rekja.

Það er eins og öfga- og fordómamenn hafi trompast við þetta.  Þeir gala nú og góla, hóta hægri vinstri, eins og hálfbjánar eða vitfirrtir menn á milli þess sem þeir lýsa fullum stuðningi við framferði framsóknar og heita þeim stuðningi.

Forsætisráðherra virðist svo ánægður með þetta fylgi að hann bullar bara.  Aðrir topp-framsóknarmenn virðast vera á gag-order og lýsa í raun samþyggi með þögninni.  

Almennir framsóknarmenn virðast flestir styðja þetta og þá aðallega af því að það virðist vera lína að ofan.  Framsóknarmenn fylgja altaf forystusauðinum sem kunnugt er.  Sjallar eru svo eins og þeir eru.  Farnir í laxveiði með bundið um hné.  

Mér finnst algjörlega tilefni til að Forseti verði að stíga inn og flytja ávarp og hreinlega útskýra fyrir mönnum að þeir séu lentir á villugötum og eigi að biðjast afsökunnar. 

Ástandið er að verða óþolandi og afar þrúgandi. 


Bloggfærslur 3. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband