Bjarni og Sjallar í hart við þá Bandaríkjamenn.

Formaður þeirra Sjalla hefur nú hótað Bandaríkjamönnum boykotti.  Deilan er til komin vegna einhverra tveggja Sjalla sem vilja endilega drepa hvali og þá afþvíbara.  Drepa munum vér hvali vissulega, segja þeir Sjallar og bæta við nánast að  Bandaríkjamenn geti bara fokkað sér.   

Hvað sem um þessa milliríkjadeilu Sjalla og Bandaríkjamanna má segja - þá er efasamt að vit fylgi ákafa hjá þeim Sjöllum.  Efasamt. 

Skaðsamt mun þetta verða fyrir landið og lýðinn.  

Dýrir verða þeir Framsjallar er upp verður staðið. 


mbl.is Bjarni gagnrýnir bandarísk yfirvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérkennileg spilamennska Kamerún á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu.

Margir urðu undrandi við áhorf á leik Kamerún og Króatíu á HM í Brazil.  Kamerún er að sumu leiti með  léttleikandi lið sem er flinkt með boltann o.s.frv. og þessvegna var jafnvel búist við hinum ágætasta leik.

Annað kom á daginn.

Þeir kamerúnar virtust algerlega úr öllum takti í sinni spilamennsku.  Það komu að vísu kaflar í blábyrjun sem lofuðu sæmilegu uppá framhaldið - enn upp úr því urðu uppákomur sem voru úr öllum takti við tilefnið.

Fór að bera á pirringi sem erfitt var að sjá ástæðu fyrir.  Stundum var þetta ekki síður pirringur innan liðs en út í andstæðingana.    Svo leit út sem einhver handalögmál ættu sér stað milli liðsfélaganna Assou-Ekotto og Benjamin Moukandjo  hjá Kamerún.

Það gerist síðan þarna um miðbik hálfleiks að Króatía fær innkast - að þá kemur einn kamerúngæjinn að innkastsmanninum og bókstaflega ýtir við honum í innkastinu.  Ekki tók maður eftir að dæmt væri neitt á þetta.  Kannski verið gert eftir á.  Afar sjaldgæft að sjá svona hvað þá á HM.

Maður fór að hugsa við þetta atvik:  Eigi lofar þetta góðu og kann eitthvað fleira að fylgja.

Það gekk og eftir.  Rétt fyrir hálfleik nær Króatía boltanum og geysist fram.  Alex Song sýnir þá af sér furðulega framkomu og dúndrar með olnboganum í bak króatans Mandzukic.

Song er frægur og reyndur kappi og atvinnumaður til lengri tíma.

 


mbl.is Stórsigur Króata sendi Kamerún heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband