Enn ein hjákátleg uppákoma svokallaðra stjórnvalda hérna, framsjallaelítunnar.

,,Ríkisstjórn Íslands firrir sig ábyrgð á málatilbúnaði fyrir EFTA-dómstólnum
Upplýsingafulltrúi segir íslensk stjórnvöld vera aðila máls en ekki ríkisstjórnina"

http://www.dv.is/frettir/2014/6/17/rikid-en-ekki-rikisstjornin-LKDN30/

Haha. Það er hægt að segja um Ójafnaðarstjórnina, að hún minnir soldið á samstarf þeirra Otkells og Skammkells í Njálu.

Skammkatli var m.a. svo lýst: ,,Skammkell hét maður. Hann bjó að Hofi öðru. Hann átti vel fé. Hann var maður illgjarn og lyginn."


Bravissimó, bravissimó!

Gríðarleg ánægja er með það framtak borgarinnar að setja framsóknarmaddömuna í skammarkrókin - þar sem hún heima.   Þar mun hún húka næstu 4 ár við mikinn grát og gnístran tanna fordómaliðsins og innhringjenda á ÚS.   

Nú verða framsóknarmenn að taka afleiðingum gjörða sinna.  Gjörsamlega með allt á hælunum eftir sína ógeðfelldu verknaði og sitt lágkúrulega háttalag.

Næsta skref verður að sparka í afturendann á framsóknarmannaflokki í Landsstjórninni svo hann þeytist þaðan bara eitthvað út í buskann og hverfi.

Að öðru leiti er bara gaman að því hve framsóknarmenn eru gjörsamlega froðufellandi af reiði gagnvart þjóðinni.  

Ef þeir eru ekki steytandi hnefa að þjóðinni eins og hálfvitar vegna skopmynda og ljóða - nú, þá eru þeir hamslausir af bræði vegna þess að enginn vill starfa með þessu ófagnaðarliði sem framsóknarmenn kallast.

Ennfremur er athygisvert hve ýmsir ónefndir afleiðuarmar framsóknarflokks verða gjörsamlega tjúllaðir. 


mbl.is Gagnrýnir útilokun Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband