Mikil reiði og óánægja er hjá fólkinu í landinu með framferði framsóknarmannaflokksinns.

Greina má mikla undiröldu og hreinlega reiði.  Litið er á málatilbúnaðinn sem stór svik og jafnframt finnst fólkinu að framsóknarmenn tali til þess eins og það sé fífl.

Sjallamenn - þeir eru svo eins og þeir eru.

Heppilegast væri ef framsjöllum yrði nú refsað duglega í komandi kosningum. 

 


mbl.is Fólk var að bíða eftir þessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðmundur Steingríms. stóð sig best í umræðum í Kastljósi RUV. Frosti langverst og Ragnheiður næstverst.

Og er Guðmundur sennilega vaxandi stjórnmálamaður.

Að öðru leiti með þessa  millifærslu framsóknarmanna, að þá er komið í ljós,  að í raun er þetta bara opið hvað næmlega á að millifæra og það kemur ekki í ljós fyrr en í haust (í fyrsta lagi.)

Það er eitthvað rotið við þetta.  Something is rotten in framland.

Svo sagði ragnheiður greyið að fólk gæti ,,mátað sig við þetta" á síðunni sem framsóknarmenn hentu upp í einhverju pati.

Mátað hvað?  Það er bara hægt að ,,sækja um".  Fólk sér ekkert hvaða niðurfellingu það fær.

Ljóst er að eitthvað er þarna bogið og framsóknarmenn og sjallar eru að fela eitthvað.  Enn einu sinni eru þeir að ljúga og blekkja. 


Grein sem kemur ranghugmyndum inn hjá innbyggjum.

Í fyrsta lagi var reyndar líka takmarkað hér á því hve mikið mátti taka út í cash í krónum fyrst eftir Hrunið.    Var eitthvað sáralítið sem mátti taka út.  

Í annan stað var munurinn á úttektarhömlum á Kýpur og Íslandi ekki sá að annað var Evra og hitt ,,sjálfstæður gjaldmiðill" eins og sagt er.  (Búið að aflétta slíkum hömlum á Kýpur reyndar.)

Raunveruleg skýring er mun einfaldari og þarf ekkert krókaleiðir í kringum þá ástæðu.

Ástæðan var að svokölluð ,,íslensk króna" er hvergi marktæk nema hér uppá skeri í fásinni.  Það hafði enga þýðingu að taka út einhverja krónu hér.   Var ekki hægt að fara með hana úr landi.

Á Kýpur gilti allt annað lögmál.  Þar eru þeir með alvöru gjaldmiðil,  sjálfstæð verðmæti, sem gilda allstaðar í heiminum.

Hömlur á úttekt í cash var þ.a.l. barasta skynsamleg öryggisráðstöfun tímabundið sem engum skaða olli.

Munurinn var að Kýpur hafði alvörugjaldmiðil en Ísland gjaldmiðil sem allstaðar er hlegið að og enginn tekur fyrir gilt nokkursstaðar í heiminum.  

Ótrúlegt að blaðamenn fatti þetta ekki. 


mbl.is Samstarf við ESB óháð umsókninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband