Vextir munu almennt hækka á næstu misserum ef ójafnaðaraðgerðir hörmungarstjórnarinnar ná fram að ganga.

Það er eitt af því sem fylgir skuldaniðurfellingum framsóknarmannaflokksinns sem almenningur á að borga og aðallega þeir verst stæðu.

Það eru mörg neikvæð atriði efnahagslega sem hafa enga umræðu fengið og fólk margt veit ekkert af sem mun fylgja óábyrgri meðferð almannafjármuna af hálfu framsjalla.  M.a. að vextir munu almennt hækka.

Erfitt er að segja til um hve mikið og hve stórar neikvæðar afleiðingar verða en alveg er ljóst að samlegðaráhrifin geta orðið mikil.

Þjóðin á heimtingu að fá að greiða atkvæði um aðgerðir framsóknarmannaflokksinns.  


mbl.is Spá óbreyttum stýrivöxtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frumvarp framsóknarmannaflokksinns um að ráða sjalla í verktöku til að ausa fjármum almennings til sumra, aðallega vel stæðra, verður að fara í þjóðaratkvæði.

Annað kemur ekki til greina.  Ef meirihluti þingmanna ætlar virkilega að samþykkja þessar hörmungaraðferðir elítuflokkanna - þá á þjóðin rétt á að segja sitt álit um efnið.  Já eða nei spurning.

Við erum að tala um tæpa 100 milljarða króna þarna sem framsóknarmenn og sjallar ætla að ausa úr Landskassanum.  Landskassa sem er sárlega fjárþurfi til að styrkja ýmsa innviði samfélagsins ss. heilbrigðis- og menntakerfið og ýmis velferðamál.

Það að ætla að ausa 100 milljörðum svona úr Landskassanum er í besta falli óábyrg meðferð almannafjármuna en í versta falli eitthvað sem má ekki nefna.

Þetta þarf að fara í dóm þjóðarinnar. 

http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20140513T232216


mbl.is Þingfundur stendur enn yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband