Eiga aðeins stóreignamenn rétt á 4 milljóna tjékka frá framsóknarmönnum á kostnað hinna verr stæðu í samfélagi?

Svo virðist vera.  Vegna þess einfaldlega að sérstakar vaxtabætur dragast frá.  Og sérstakar vaxtabætur voru skertar við ákveðna eignarstöðu og féllu niður þegar ákveðinni heildareignastöðu var náð samkvæmt skattframtali.  Þ.a.l. er líklegt að eingöngu stóreignamenn eigi rétt á hámarks bótabótum frá framsóknarmönnum.  Hinir geta bara litað á sér hárið.

 


Ágætisþáttur um CFP og aðild Íslands að ESB. (video)

Þar kemur fram að CFP er í raun alveg sama sjávarútvegsstefna og íslenska sjávarútvegsstefnan.  Af þessu sést að umræðan hér uppi hefur verið færð á villistígu af andstæðingum Evrópusambandsins.  Þátturinn mætti þó vera lengri og nokkur atriði sem þyrfti að ræða aðeins ítarlegar - en merkilegt hve lítið hefur verið um málefnalega umfjöllun um atriði sem þetta hér uppi.  Það er alveg stórmerkilegt. Það þarf vart að taka fram að doktorinum og lektornum ber saman í meginatriðum við það sem eg hef margsagt þessu viðvíkjandi.  Í meginatriðum.

,,Klinkið - Bjarni Már Magnússon Klinkið er spjallþáttur um viðskipti og efnahagsmál. Í þessum þætti ræðir Þorbjörn Þórðarson við Bjarna Má Magnússon doktor í lögfræði og lektor við HR."

http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP26090


Bloggfærslur 9. apríl 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband