Sigmundur D. Gunnlaugsson svíkur kjósendur um hundruð milljarða. Heimsmet í svikum.

,,Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, gaf kjósendum fyrirheit um skuldaniðurfellingar upp á 240 milljarða króna í viðtali við Fréttablaðið skömmu fyrir kosningar, þann 9. mars árið 2013.

Þann 10. apríl sagðist svo Sigmundur í þættinum Forystusætið á RÚV geta ábyrgst að um það bil 300 milljarðar króna yrðu losaðar út í samningaviðræðum við kröfuhafa og að þeir fjármunir yrðu nýttir til að koma til móts við skuldsett heimili.

Loks, aðeins örfáum dögum fyrir kosningar eða þann 24. apríl, fullyrti Sigmundur í bloggfærslu á vefsíðu sinni að „eðlilegt svigrúm“ við uppgjör gömlu bankanna næmi um 800 milljörðum króna. „Það er miklu meira en þarf til að leiðrétta stöðu heimilanna. Samhliða því er hægt að bæta stöðu ríkissjóðs og endurreisa velferðarkerfið,“ sagði Sigmundur á þessum hápunkti kosningabaráttunnar."

...

http://www.dv.is/frettir/2014/4/13/sigmundur-svikur-skuldug-heimili-um-hundrud-milljarda/


Það er ótrúlegt að fylgjast með tali þeirra sjalla um afnám hafta.

Hringlandinn er svo mikill að í aðra áttina tala þeir um afléttingu í dag en hina eftir óskilgreind ár.  Þetta er verða vandræðalegt.  Átti ekki að vera ,,einfalt" að afnema höft samkvæmt framsjallaflokkunum fyrir kosningar?  Nýjustu ummæli  þeirra sjallanna um höftin þeirra er að þauverði líklega ekki um aldur og ævi.   Aldur og ævi.  Og hvað er það langur tími?  Þetta lítur út sem framsjallar séu alveg ráðalausir eða jafnvel að þeir vilja halda landmsönnum í höftum og helsi.
mbl.is Tvö tæki sem virka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. apríl 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband