Ef ísland er innlimað í Efnahagsbandalagið verða hundruð þúsunda erlendra verkamanna fluttar til lansins af hinu drottnandi auðvaldi Efnahagsbandalagsins.

,,Verði ísland innlimað í Efnahagsbandalagið, þá geta hinir voldugu auðhringar og hvaða erlendir braskarar sem eru eignast hvaða fyrirtæki, sem þeir vilja, haft sama aðgang að auðlindum íslands sem íslendingar. Með öðrum orðum: þýzkir iðjuhöldar t.d. réðu jafnt atvinnufyrirtækjum á íslandi sem í Holstein eða Suður-iSlesvík. Yfirráð íslendinga yfir eigin efnahagslífi væru þar með úr sögunni. Og það var það, sem við börðumst fyrir að fá í margar erfiðar aldir. En ekki nóg með það. Hið drottnandi auðvald Efnahagsbandalagsins krefst þess að fá að flytja fólkið, sem það ætlar að þvæla út í verksmiðjum sínum, hvaðan að sem það vill. Það heimtar að geta flutt inn, jafnt til íslands sem Vestur-Þýzkalands, ef ísland er innlimað í Efnahagsbandalagið, hundruð þúsunda erlendra verkamanna, ef það álítur sig þurfa þeirra við. Verði Ísland innlimað í Efnahagsbandalag auðhringanna, getur svo farið að það verði ekki íslenzk þjóð, sem byggir þetta land í framtíðinni,heldur verðum við hér minni hluti, sem smásaman missir hér öll yfirráð."

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=217167&pageId=2792995&lang=is&q=Efnahagsbandalagi%F0

Þessir menn ætluðu að gera Ísland aðila að Sovétríkjunum - rétt eins og sumir andsinnar núna vinna að því að þröngva Ísandi að Rússlandi Pútíns og Kína.

Þetta er náttúrulega bara bilun.


1961: Verður sótt um inngöngu í Efnahagsbandalagið?

,,Morgunblaðið flutti í gær þá frétt, að samtök allra meginatvinnuvega íslendinga væru hlynnt því, að við leggðum fljótlega fram inngöngubeiðni í Efnahagsbandalag Evrópu (Sameiginlega markaðinn) Fulltrúi Alþýðusambands íslands lagðist einn gegn því að við sæktum um upptöku. Af þessu er ljóst, að mjög almennur stuðningur er við umsókn okkar meðal þeirra, sem kynnt hafa sér málin og bezt þekkja til þarfa atvinnuveganna.

Ástæðan til þess að kunnáttumenn telja, að ekki megi lengi draga að leggja inn inntökubeiðni, er fyrst og fremst sú, að framtíðarskipan Efnahagsbandalagsins er nú í mótun. Með því að sækja nú um inngöngu, geta Islendingar haft áhrif á það, hvernig einstökum málum verður háttað, en ef við leggjum ekki fram inntökubeiðni, erum við frá upphafi einangraðir"

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=111657&pageId=1337493&lang=is&q=%FEess%20a%F0%20telja%20a%F0%20ekki%20megi%20draga%20a%F0%20leggja%20inn%20innt%F6kubei%F0ni%20er%20fyrst%20og%20fremst%20s%FA%20a%F0%20Efnahagsbandalagsins%20er%20n%FA%20%ED%20m%F3tun


Bloggfærslur 7. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband