Ástandið og umræðan í íslenskum stjórnmálum undanfarin misseri er soldið lík og í byrjun 20. aldar.

Í byrjun 20.aldar voru þvílíka deilurnar og hræringarnar í íslenskum stjórnmálum.  Uppgangur þjóðrembings var mikill og málflutningur stjórnmálaafla oft algjörlega úr takti við raunveruleikann.   Átök urðu oft harkaleg og persónuleg.  Menn skiptust í fylkingar varðandi málefni og hvikuðu ekki frá sinni stöðu en þegar næsta mál kom upp þá gátu fylkingarnar alveg breyst og mótherjar urðu samherjar og öfugt.  

Strategían var oft að blása mál upp án þess að raunverulegt tilefni væri til deilna og þjóðrembingur var mjög gjarnan notaður sem fóður.  Á þessum tíma var Ísland í raun að verða fullvalda sem kallast. Ísland varð í raun fullvalda með Heimastjórninni þó ekki væri búið að festa nákvæmlega stöðu þess og skilgreiningu í samhengi við Danmörku.  

Nú nú.  Íslendingar ættu að kynna sér sögu landsins uppúr 1900.  Sjá hve deilurnar voru óskaplegar og gríðarlega harðar og illvígar - og hve margar deilurnar eða helstu deiluefnin voru merkingarlausar eða merkingalitlar þegar þessi fjarlægð er kominn á atburði og tíminn hefur sjatlað mál.  

Mestanpart var deilt um framþróun tímans.  Hvort það ætti að seinka eða hefta framþróun tímans.  Í rauninni.   

Í kjölfarið komu svo stéttaátök á 3. og 4. áratugnum.  Síðan seinna stríð með algjörri byltingu lifnaðarhátta.

Það sem er m.a. athyglisvert við tímana uppúr 1900 er að margir voru mjög inná þjóðaratkvæðagreiðslum um málefni.  Þetta virðist hafa verið gríðarlegt eldsneyti á deilur allskonar.  Pólitískir aðilar lögðu mikið uppúr að þjóðin væri að baki þessu eða hinu málinu eða kröfunni.

Vandamálið við slíkt upplegg kom fljótt í ljós á þeim tíma.  Nefnilega að það gat breyst afar snögglega hvar meginþorri kjósenda stóð eða hvaða pólitíkusi fólk kaus að fylgja.   Einn daginn veifuðu pólitíkusar þjóðarviljafánanum afar hreiknir - næsta dag var svokallaður  þjóðarvilji eða afstaða meginþorra manna farinn allt annað.    Þetta leiddi til þess að afar vandasamt reyndist að koma fram einföldum nauðsynjamálum. 

þ.e.a.s. að þjóðatkvæðagreiðslur og það að pólitíkusar flaggi þjóðarvilja eða að meirihluti kjósenda sé að baki þeim o.s.frv. - það getur verið alveg rosalega tvíeggjað vopn.  Alveg hrikalega tvíeggjað.

Þessvegna er eiginlega nauðsynlegt ef íslendingar vilja gera þjóðaratkvæðagreiðslur hluta af stjórnkerfinu, að settar séu sem fyrst reglur og rammi um slíkt fyrirkomulag.  Að þjóðin og pólitísk öfl komi sér saman um hvernig fyrirkomulagið á að vera.  Td. í fyrsta lagi hvort fólk vill að þjóðaratkvæðagreiðslur séu mögulegar og þá kerfi álíka og í Sviss eða Kaliforníu.

Eins og þetta er núna, er mikið svipmót og af ruglinu uppúr 1900.   Menn veifa bara þjóaratkvæðagreiðslum eftir því hvernig pólitískir lýðskrumsvindar blása í það og það skiptið. 

 


Bloggfærslur 5. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband