Enn stritast fjölmiðlar við að þegja yfir merkum ummælum varaformanns samninganefndar Íslands gagnvart ESB.

Björg Thorarensen upplýsti að að hennar mati fengi Ísland hugsanlega stöðu eða skilgreiningu álíka og ,,Ystu svæði" (Outermost Regions) í aðildarsamningi og við aðild landsins að ESB.  Fjölmiðlar hafa tíundað nánast allt annað er varformaðurinn mælti í þættinum vikulokin á rás 1.  En einhverra hluta vegna kjósa þeir að þegja yfir þessu.  Varaformaðurinn sagði jafnframt að þetta hefði þegar verið rætt eða sett fram af hálfu Íslands í samningunum - og hefði ekki verið hafnað af ESB!   Stórmerk tíðindi. Stórmerk.

Bloggfærslur 2. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband