Það virðist vera búið að friða Norðurpólinn og stórt svæði þar um kring. Önnur lönd við garminn og framsjallastjórnvöld: Vertu úti vinur!

Ef það er ekki þegar búið að því - þá er það á góðri leið með að búið sé að því!  Í fyrst lagi hefur ESB þingið gefið jákvæð merki og Greenpeace lýsir yfir sérstakri ánægju.  (En Grennpeace og fleiri umhverfissamtök hafa lengi barist fyrir þessu.) og í annan stað var samþykkt af Danmörku, BNA, Rússlandi og Kanada á fundi í Nuuk í febrúar friðun á nefndu svæði.  

Fréttirnar berast frá Færeyjum.

http://aktuelt.fo/video+skeivt+at+danmark+ger+avtalu+um+friding+i+arktis+uttan+radforslu+vid+foroyar.html#.UyHtHvl_uIg

Þarna er rætt við  Sjúrð Skaale (video)  sem er m.a. meðlimur á danska þinginu fyrir Færeyja og er nokkuð áberandi karakter í færeyskri pólitík.  Varð frægt þegar hann yfirgaf Þjóðveldisflokkinn og fór í Jafnaðarmannaflokkinn  og þurfti þ.a.l. að snarsnúa margri sinni pólitískri afstöðu td. varðandi sjálfstæði Færeyja en það er eitt meginmál Þjóðveldisins.  Soldið skondinn karakter og. fv. söngvari.  Hann hefur verið viðloðandi Norðurpólsráðið.

Vandræðalegt fyrir íslensk stjórnvöld? 

,,Sjúrður Skaale, fólkatingslimur og næstformaður í Umhvørvisnevndini í Norðurlandaráðnum, vil vita, hví Noreg og Danmark hava lagt ætlanir fram um at friða økið í Norðuríshavinum, uttan at spyrja Føroyar og Ísland eftir.

Strandalondini í Arktiska Ráðnum, Danmark, USA, Noreg, Russland og Kanada, hava á fundi í Nuuk í februar mánað avtala, at friða økið í Norðuríshavinum."


Klúðurstjórnin.

Það virðist alveg sama hvaða máli klúðurstjórn framsjalla kemur nálægt - henni tekst að klúðra öllu gjörsamlega og baka Íslandi stórskaða á allan hátt.  Ömurlegt er að horfa uppá framferði þessara elítustjórnar og LÍÚ.  Ömurlegt.   Ljóst er að framsjallastjórnin er hvergi talin viðræðuhæf.  Litið er svo á að ekki sé hægt að eiga nokkur samskipti að gangi við þessa óvita.  Þetta kemur svo kristalskýrt fram í klúðri ríkisstjórnarinnar í makrílsamningunum.  Það gefast allir upp á þessum vitleysingum sem vonlegt er.

Bloggfærslur 13. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband