Efta dómurinn í æseifmáli framsjalla segir að fjármálastofnanir skuli greiða lágmarkstrygginguna.

,,159. The payment obligation thus lies with the deposit-guarantee fund, and the guarantee funds are to be financed entirely by the credit institutions. In circumstances where the fund cannot meet depositors’ claims in the event of a default by a member of the scheme, it is for the remaining credit institutions to make up the difference. In other words, the bankruptcy of a financial institution is covered – as in classic insurance systems – by the rest of the institutions active in the market."

http://www.eftacourt.int/uploads/tx_nvcases/16_11_Judgment_EN.pdf

Úll la la.  

Það er margt mjög furðulegt í þessum dómi.  Td. að Stigliz nokkur er dreginn í dómstexta (sem hlýtur að vera einsdæmi að einhver hagfræðingur útí bæ sé dreginn inní lagamál.) Og td í grein 180 er vitnað í Blödel-Pawlik (Case C-134/11) til stuðnings þess að ríkið geti ekki verið ábyrgt fyrir lágmarki o.s.frv. heldur sjálfur tryggingaraðilinn - að það er alveg óskiljanlegt afhverju vísað er í þann dóm.  Sá dómur snerist ekkert um ábyrgð ríkis.  Fólk getur flett upp þeim dómi ef það vill og lesið.  ECJ var ekkert að dæma um ríkisábyrgð eða ekki ríkisábyrgð þar.    Það eru ótalmörg svona atriði sem eru furðuleg og afar einkennileg í Eftadóminum. 


Svokölluð niðurfelling verðtryggðra skulda er 72 milljarðar samanlagt. Ekki 80.

Þetta kemur fram hjá Seðlabankanum en öllum hefur yfirsést þessi staðreynd.   Verðtryggðar skuldir heimila lækka samanlagt um 72 milljarða ef áætlanir stjórnvalda ná fram að ganga.   Þessir 400 milljarðar sem framsóknarmenn lofuðu rýrna því bara og rýrna.  Hugsa sér að mennirnir skyldi lofa eins og hálfvitar 400 milljarða skuldaniðurfellingu - og svo kemur 72!  Svikin eru stórkostuleg og ósvífin ásamt full af heimskubulli.   Hitt er svo annað, að enn bólar ekkert á frumvarpi til að framkvæma þessa 72 milljarða lækkun.   Forsætisráðherra svokallaður sést varla.  En dúkkar stundum upp einhversstaðar útí bæ og talar þá tóma steypu.

Bloggfærslur 13. febrúar 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband