Hver er tilgangur ísraela með árásunum

Nú hef ég fylgst dáldið með umfjöllun fjölmiðla erlendis um málið og það undarlega er hve erfitt er að fá uppúr forsvarsmönnum ísraels hver raunverulegur tilgangur eða markmið árásanna er.  Þeir svara eins og forrituð vélmenni "koma í veg fyrir að Gazamenn skjóti rakettum" o.s.frv.

Þetta eitt skýrir auðvitað ekkert villimannslegar árásir.  Því gera alvöru fréttaskýrendur sér náttúrulega grein fyrir. 

Þegar gengið er á ísraela og þeir neyddir til að svara hvort markmiðið sé að steypa Hamasstjórninni - svara þeir því afdráttalaust neitandi.  Alls ekki segja þeir og Ísrael hefur engann áhuga á að hernema Gaza o.s.frv.

Sumum hefur dottið í hug að þetta sé liður í stærra prógrammi.  Þe. að Ísrael ætli að fara útí miklu víðtækari aðgerðir á svæðinu - og jafnvel langt frá því ss Íran.  Þessu eiga flestir mjög erfitt með að trúa.

Þá kemur að þriðja möguleikanum að Ísraelsk stjórnvöld séu að nota herveldi sitt til hala inn atkvæði í komandi kosningum.  Þetta segja meir að segja sumir ísraelar sjálfir.  Var að horfa á aljazeera og talað var við ísraelskan kvikmyndagerðarmann.  Hann sagði að þetta væri einfaldlega aðferð til að kaupa atkvæði.  Ekkert annað.  Aðeins skammtíma sjónarmið og hagsmunir viðvíkjandi komandi kosningum sem réði gjörðum stjórnvalda. 

Þetta finnst mér sláandi.

(Einnig er skelfilegt að horfa á videoið með fréttinni.  Hátækni sprengjur lýsa upp himinn etc - er þær koma til jarðar mun fólk deyja, konur, börn, who knows.) 


mbl.is Þriggja milljóna evra neyðaraðstoð til Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Spurningin er hvað stendur á sprengjunum.  Made in......... ?  Allar þessar hergagnaverksmiðjur einkaframtaksins sem selja svo ríkisstjórnum afurðir sínar eða uppreisnaröflum andstæð tiltekinni stjórn og ef þessir aðilar hafa ekki pening þá er hann fenginn fram með dópsölu, peningaþvætti, vændi og úr verður allsherjar kássa spillingar og siðleysis og niðurbrots viðkomandi samfélaga.  Afganistan, Írak, Sri Lanka.....o.s.frv.  Helstu framleiðendur vopna skipa öryggisráð plánetunnar.  Þetta er einsog á apaplánetunni.  Flest þessi ágreiningsmál eru ekki það stórvægileg að ómögulegt sé úr þeim að leysa, en vopnasalinn bankar stöðugt á dyrnar, farandsali dauðans og býður það nýjasta nýtt og allir vilja græða...big business og eins manns dauði er annars brauð.  Við erum að horfa á þetta frá vitlausum enda.  Það er ekki hægt að komast hjá ágreiningsefnum en það væri hægt að takmarka vopnaframleiðslu og sölu en svolítið snúið mál samt en þó ekki....

Máni Ragnar Svansson, 4.1.2009 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband