Kanadískir frumbyggjar og skólar

Kanadískir frumbyggjar beðnir afsökunnar.

Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, baðst í dag afsökunar fyrir hönd ríkisstjórnar landsins á því að börn frumbyggja hafi verið neydd í kristna heimavistarskóla.

Börnin voru skilin frá foreldrum sínum og menningu; mörg þeirra voru misnotuð líkamlega og kynferðislega. Og börnunum var refsað með barsmíðum fyrir að tala móðurmál sitt. Skólum var ætlað að samlaga börnin kanadísku samfélagi. Um hundrað þúsund börn voru send í heimavistarskólana, sem voru starfræktir frá því seint á 19. öld og fram til ársins 1990. Flestum var þó lokað á áttunda áratugnum.

Afsökunarbeiðni forsætisráðherrans er hluti af samningi milli ríkisstjórnar Kanada, kirkna landsins og þeirra skólabarna sem enn eru á lífi, en þau fá alls um 150 milljarða íslenskra króna í skaðabætur. Þá verður stofnuð sannleiks- og sáttanefnd til að rannsaka málið ofan í kjölinn. Nefndin fær aðgang að öllum  skjölum sem tengjast málinu hjá ríki og kirkjum.

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item212237/

Hér er heimildamynd um málið: "This documentary reveals Canada's darkest secret - the deliberate extermination of indigenous (Native American) peoples and the theft of their land under the guise of religion. This never before told history as seen through the eyes of this former minister (Kevin Annett) who blew the whistle on his own church, after he learned of thousands of murders in its Indian Residential Schools..."

http://video.google.ca/videoplay?docid=-6637396204037343133&q=unrepentant&total=124&start=0&num=10&so=0&type=search&plindex=0

Mann setur hljóðann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband