16.4.2008 | 11:40
Nú hafa fjölmiðlar
mikið talað um svokallaða "verndartolla" ma. sjálfur Ríkisfjölmiðillinn. Stundum virðist manni að löggan ýti undir söguna. Allt sett fram án nokkura sannana. Allt bara í Gróu á Leiti stílnum... gamla kjaftasögustílnum íslenska. Fjölmiðlar hafa alið á fordómum með æsifréttum sínu varðandi útlendinga til að auka sölu og lestur/áhorf fjölmiðla. Alveg rosalegt. Svo kaupir auðvitað lítt lesið og lítt lífsreynt fólk æsifréttirnar. Reyndar þarf oft ekki mikið til því sumir eru afarmóttækilegir fyrir þessarri tegund fæðu og renna ljúflega niður öllu hugsanlegu bara ef smá neikvæður tónn í garð erlends og ókunnugs fólks er í innihaldi krásarinnar.
Fjölmiðlar og Lögga þurfa alvalega að hugsa sinn gang, að mínu mati. Ábyrgð þeirra er stór. Útlendingahatur fer vaxandi dag frá degi. Getur endað með skelfingu.
„Pólska samfélagið hefur lokast dálítið“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.