27.2.2008 | 19:17
Tókst að mæla nægilegt magn af loðnu
Þetta kallar maður vísindi í lagi. Annan daginn bann, næsta dag allt í góðum málum. Á morgun verða miðin yfirfull af loðnu og bætt við kvótann um helming jafnvel.
Staðreyndin er að það er ekkert nógu mikið vitað um loðnuna enda eru þetta engar rannsóknir af viti.
Langmestur hluti til manneldisvinnslu segir Ráðherra. Mjög ólíklegt.
![]() |
Einar: „Mjög ánægjulegt“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef staðreyndin er sú að lítið sé vitað um loðnuna sem þó er torfufiskur sem kemur í göngum og ætti því að vera auðvelt að mæla stofnstærðina.Hvað þá með þorskinn sem er dreifður allt í kringum landið bæði grunnt og djúpt og á öllu dýpt ? Hvers vegna er ekki gerður út leiðangur núna til að mæla stofnstærð þorsk,núna þegar hann er í svo miklu magni á grunslóð svo hann er til vandræða hjá línubátum sem gera allt þeir til að forðast hann til að fiska ýsu.Hvers vegna er stuðst við löngu úreld togararall til að ákveða stofnstærð þorsk og setja hundruð fjölskyldur út á Guð og gaddinn með öfgafullum niðurskurði án tillits til afleyðingum þess á þær manneskjur sem eiga allt sitt undir því að geta sótt sjóinn eins og forfeðurnir hafa gert síðustu 120 árin að minnsta.Þetta skil ég ekki frekar en margir aðrir og vitandi það að aðferðir Hafró eru barn síns tíma og niðurstöður þeirra ekki í takt við raunverulegt ástand á miðunum og betri aðferðir eru til staðar til að meta ástand fiskstofna,til dæmis aðferð Rússa í Barentshafi.Enn með undanvilling sem sjáfarútvegsráðherra þá er kannski ekki von á góðu þar frá,það er helst þegar stórkallarnir í LÍÚ hrópa að eitthvað er gert.
Jón Ö Magnússon (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.