Ofsa-áróður ofsa-framsjalla og þjóðrembinga er hættur að virka. Flestir hafa séð í gegnum falsið og lygina.

,,Guðni Th. Jóhann­es­son fengi um tvo þriðju atkvæða, eða 65,6%, í for­seta­kosn­ingum sam­kvæmt nýrri könnun MMR. Davíð Odds­son mælist með 18,1% fylgi. Andri Snær Magna­son mælist með 11% fylgi og Halla Tóm­as­dóttir 2,2%. Aðrir fram­bjóð­endur mæl­ast sam­an­lagt með þrjú pró­sent." http://kjarninn.is/frettir/2016-05-25-gudni-maelist-med-65-fylgi/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Var það "þjóðremba" að mæla gegn ólögvarinni ofurkröfu Breta og Hollendinga? Er Guðni Th. betri maður en við í Þjóðarheiðri, Samstöðu þjóðar gegn Icesave og InDefence, af því að við lögðum áherzlu á lagalegan rétt landsins, en hann ekki? Hefði verið betra að missa af sýknudómi EFTA-dómstólsins? 

Guðni Th. mælti með Svavarssamningnum, sem hefði kostað okkur minnst 208 milljarða króna (sagði Markaður Fréttablaðsins 10. febr. 2016, baksíða) og hann sagði opinberlega frá því, að hann myndi kjósa með Buchheit-samningnum, sem væri nú búinn að kosta okkur hartnær 80 milljarða í einbera vexti og það í erlendum gjaldeyri.

Er slíkur maður í alvöru sá bezti sem við eigum völ á til að standa vörð um hagsmuni og rétt íslenzkrar þjóðar í embætti forsetans?

Og af hverju þurfti hann að gera minna en efni stóðu til úr frammistöðu og fórnum íslenzkra sjómanna í seinni heimsstyrjöld og frækilegum sigrum Íslands í þorskastríðunum?

Ég var á Seyðisfjarðartogaranum Gullver NS sem rétt slapp við árekstur við einn brezku landhelgisbrjótanna við SA-land 1973 eða 1975 og varð vitni að hernaðarmætti herskipa þeirra bæði fyrir norðan land og austan. En "músin" hugdjarfa reyndist hafa leikið sér að villiköttunum, þegar upp var staðið, og alger sigur vannst, með vel þolanlegri tímaumþóttun.

Af sífelldri Breta- og ESB-vináttu þinni mætti kannski ímynda sér, að þú hafir jafnvel "haldið með" brezka yfirganginum í landhelgisstríðinu!

Jón Valur Jensson, 25.5.2016 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband