25.4.2016 | 16:54
Fjölskylda Dorritar átti aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjum.
,,Skartgripafyrirtæki Moussaieff fjölskyldunnar átti félag sem skráð var á Bresku Jómfrúareyjunum og kemur fyrir í gögnum frá Mossack Fonseca. Hvorki forseti Íslands né Dorrit segjast hafa heyrt um félagið áður og að móðir hennar muni ekki eftir því." http://kjarninn.is/frettir/2016-04-25-aflandsfelag-i-eigu-fjolskyldu-dorritar-i-panamaskjolunum/
Ólafur og Dorrit ekki kröfuhafar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og hvað er þá vandamálið, Ómar?
Stefán (IP-tala skráð) 25.4.2016 kl. 18:44
Vandamálið er áunnið mynnisleysi Stefán!
Jónas Ómar Snorrason, 25.4.2016 kl. 20:24
Ólafur ber enga ábyrgð á því sem tengdaforeldrar hans hafa gert. Enginn ber ábyrgð á gjörningum foreldra sinna, hvað þá tengdaforeldra. Ef svo væri, þá væri ástandið hér eins og á Indlandi þar sem lítil börn eru seld í ánauð upp í skuldi foreldranna. Er það þannig þjóðfélag sem þú vilt sjá hér, Jónas?
Það skiptir engu máli hvort Ólafur eða Dorrit hafi vitað af því, ef þau hafa sjálf ekki átt neinn þátt í að notfæra sér skattaskjól, þá er ekki við þau að sakast.
Stefán (IP-tala skráð) 25.4.2016 kl. 20:37
Hvers lags spurningu ert þú að bera upp Stefán? það er ekkert verið að tala um neina krakka, þeð er verið að tala um fólk sem hampaði útrásini, flaut með í straumi græðgisvæðingarinar. Gat vel mögulega vitað af komandi falli krónunar eins og SDG, BB og ÓN, viljir þú réttlæta þetta, þá gerir þú það á þína ábyrgð.
Jónas Ómar Snorrason, 26.4.2016 kl. 05:27
Við erum ekki að tala um BB, SDG og ÓN, heldur ÓRG. Ég get ekki séð að aflandsfélag sem foreldrar Dorrittar áttu þangað til fyrir 10 árum komi Ólafi og Dorritt neitt við. Ég ætla að endurtaka og ítreka það sem ég skrifaði hér á undan: Enginn ber ábyrgð á gjörningum foreldra sinna, hvað þá tengdaforeldra.
Stefán (IP-tala skráð) 26.4.2016 kl. 14:49
Ég er ekki í minnsta vafa um það, að þessar upplýsingar hafi komið Ólafi í opna skjöldu og hann hafi alls ekkert vitað af þessum aflandsreikningi tengdaforeldra sinna. Svona upplýsingar eru ekki neitt sem neinn upplýsir tengdabörn sín um og sennilega vissi Dorritt heldur ekkert. Ef Ólafur hefði ekki hreinan skjöld, þá hefði hann aldrei hætt við að hætta.
Þetta mál kemur Ólafi bara alls ekkert við, sama hvað öfgavinstri- og öfgahægrimenn reyna að klína á hann. Og að fara fram á að hann segi af sér út af máli sem snertir hann ekki á neinn hátt, er fáránlegt.
Stefán (IP-tala skráð) 26.4.2016 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.