15.4.2016 | 15:06
Nú verður að opna ,,fjármálaboxið", eins og sagt er, eða leynd yfir nokkrum merkum atriðum
1.Símtal Davíðs þáv. Seðlabankastjóra og King Seðlabankastjóra Englands. 2. Símtal Davíð og Geirs. (Útskrift af þessum símtölum hafa nokkrir aðilar séð, bundnir þagnarskyldu, - só? Leka þessu bara. Og hver er refsingin?) Ennfremur spyr ég mig hvort ekki sé hægt einhvernvegin að fá meiri upplýsingar um símtöl sem Geir Haarde átti við Darling og Brown sem var að hluta eytt vegna ,,mistaka". Það er alveg ótrúlegt að taka upp svona símtöl, - og þeim er svo eytt eða tekið yfir þau vegna mistaka. Ef maður á að taka það trúanlegt, þá segir það líklega ákveðna sögu um formfestuleysið í stjórnkerfinu hérna fyrir og um hrun. Bara anarkí, stjórnleysi, tótal frjálshyggja.
Athugasemdir
Sammála Ómar Bjarki. Það á að opna allt þetta bankaleyndar-fréttaleynimakk, og stoppa þar með allar valdaránskúganir og glæpastarfsemi sem fjármála/fasteigna/útgerðar/dóp/mansals-félagar í hvítflibbadeildum heimsins stunda.
Þessi spillingará svartamarkaðs-brasksins verður annars bara dýpri og dýpri með hverjum deginum sem líður.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.4.2016 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.