Drap franski herinn 1/10 af alsírbúum í byrjun 7. áratugarins? Athyglisverð grein.

,,Franski herinn drap einn tíundahluta Alsírbúa í sjálfstæðisstríði þeirra í byrjun sjöunda áratugs síðustu aldar, sem enn situr í frönskum Alsírbúum sem og Alsírbúum almennt. Eins hafa Frakkar að mestu fylgt utanríkisstefnu Bandaríkjanna upp á síðkastið, einkum þó í stríðinu gegn hryðjuverkum. Stríði sem getur aldrei unnist og beinst að hverjum þeim sem Vesturlönd telja til óvina sinna í það skiptið, óstýrilátum leiðtogum sem skortir samstarfsvilja og/eða þeir sem hefta aðgang þeirra að auðlindum sem Vesturlönd telja sig eiga tilkall til." http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Gudrun_Margret/atok-villimennsku-og-sigur-ofgaafla-evropa-fekk-loksins-sinn-11.-september


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gamall íslenskur siður að halda að heimurinn sé Alsír. Tyrkjaránið var framið af mönnum frá Alsír og aðkomufólki sem aðstoðaði þá, en samt heitir þetta fólk "Tyrkir" hjá Íslendingum, þó þetta séu óskyldar þjóðir og þjóðflokkar, sem að vísu eiga sameiginlega tungu og trú, en það eiga líka Bandaríkjamenn og margir Nígeríumenn og Bretar og ýmsir Indverjar og segir ekkert, Pólverjar og Fillipseyingar eða Eþíópíumenn og Rússar. Það gerir þetta ekki sama fólkið og það er sveitamennska að tala um Berberfólkið í Alsír með allt aðra sögu og menningu eins og þeir séu Arabar frá Sýrlandi eða Írak. Miðausturlandabúum finnst mógðandi og særandi að tala um þá eins og þeir séu ein menning, nema helst trúarofstækismönnum þeim sem vilja afnema menningu fyrir ofstækisfulla hugmyndafræði og banna menningarmun og afnema þjóðareinkenni, en mestu öffgastefnurnar inn Islamismans eru þess konar hugmyndafræði, mikið meira en hægt var að klaga upp á kommúnista. Ekki viðhalda þeim sveitamennsku og ofstækissið að greina ekki milli menningarheima, því ef þú gerir það ekki, þá ertu sjálfur bara hluti af vandamálinu. 

Þórarinn (IP-tala skráð) 7.12.2015 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband