10.11.2015 | 23:51
Er ríkisstjórn þjóðrembinga alveg búin að spila rass úr buxum?
Það er vitað og þekkt staðreynd, að ríkisstjórn framsjalla var mynduð á grundvelli stuðnings þjóðrembinga almennt. Ríkisstjórnin hefur síðan keyrt á þjóðrembinga frösum með afar vondum árangri og afleiðingum fyrir samfélag. Fólk er almennt komið með uppí kok af þessu. Þjóðrembingsfrasar eru eiginlega ekki margnota og eldast illa, þarf alltaf að finna eitthvað nýtt. Það eru núna, virðist mér, flestirorðnir afar leiðir á þeirri pólitík. Vilja eitthvað annað. Þjóðrembingar hafa í raun tapað og eiga ekki afturkvæmt að kjötkötlunum um langa framtíð. Þeir virðast samt illa átta sig á því ennþá.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.