28.10.2015 | 23:50
Enn eitt sjóvið hjá framsjöllum.
Í dag hrúguðu framsóknarmenn og sjallar upp skrípasjóvi í sambandi við svonefnd slitabú föllnu bankanna og uppgjör þeirra. Þar kom efnislega fram að allt þvaður framsóknarmanna undanfarin ár reyndist vera bara það. Þ.e.a.s. þvaður. Uppgjör slitabúana fara svo fram eins og alltaf var fyrirséð að myndi verða og samkvæmt skilmálum kröfuhafa. Stöðugleikaskattur framsóknarmanna var sleginn niður. Reyndist bara vera eiginlega lygi framsóknarmanna. Um þetta var hrúgað upp skrípasjóvi í dag. Meginþorri þjóðarinnar er farinn að sjá í gegnum framsjalla. Þeir hafa hagað sér of oft of vitleysislega. Enda er fylgið farið. Þeir eru umboðslausir. Kallagreyin.
Athugasemdir
Óskaplega áttu nú bágt greyið mitt..
Jóhann Elíasson, 29.10.2015 kl. 08:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.