Slitastjórn SPB hf gefur ekki mikið fyrir stöðugleikafrumvarpið í umsögn.

,,Ljóst er að frumvarpið, verði það að lögum, hefur í för með sér gríðarleg áhrif á slitameðferð SPB hf. og fjárhagsleg eignarréttindi kröfuhafa félagsins. Hefði því verið eðlilegt að SPB og öðrum slitabúum minni fjármálafyrirtækja hefði verið gefinn rýmri frestur en sem nemur þremur dögum, þ.m.t. einum lögbundnum frídegi, til að gefa umsögn við frumvarpið."  http://www.althingi.is/altext/erindi/144/144-2284.pdf


mbl.is Ráða ekki dagskrá dómstóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri nú eitthvað verulega athugavert við slitasjórnirnar ef þær væru hringlandi hamingjusamar með þessi frumvörp. Auðvitað gæta þær hagsmuna sinna og sinna umbjóðenda.

ls (IP-tala skráð) 19.6.2015 kl. 09:49

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Já, þetta eru kannski eðlilegir fyrirvarar hjá þessum blessuðu eilífu slitastjórnum.  Ef ferlið er farið af stað fyrir áramót þá er eðlilegt að taka tillit til þess.  Ef það gengur siðan ekki upp af einhverjum völdum, þá er hægt að hafa varnagla sem skellir feita skattinum á med det samme á gróðapungana.  

Guðmundur Pétursson, 19.6.2015 kl. 11:10

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já.  Jú jú, það eru margar hliðar á þessu.

Mér finnst þetta bara svo sérkennilegur tónn.  Þ.e. ef bréfið er lesið í heild, að þá er tónninn allur svona.  Sérkennilegur tónn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2015 kl. 17:34

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. Og mér líkar hann ekki.  Þ.e. tónninn.  

Að öðru leiti með umsagnirnar, að þá kemur þar ýmislegt fram sem ekki hefur verið mikið til umræðu.

Td. þetta með málaferli.  Að það er eins og sumir séu að segja, að öll málaferli muni stöðva allan framgang, hvort sem er skatt eða þetta framlag sem verið er að tala um.

Að það er eins og þeir segi að við málaferli, - frestist allt ferli þar til úr hefur verið skorið í dómssölum.  Og það er sona, - eins og það sé verið að tala um bara ef einn kærir.  Það sé nóg?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2015 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband