Mótmæli á Austurvelli endurspeglar gríðarlegt vantraust á stjórnvöldum.

Stjórnvöld eru rúin trausti og beisiklí umboðslaus.  Það er ekkert um annað að gera fyrir stjórnvöld en að segja af sér og boða til kosninga hið snarasta.  Algjörlega vanhæf stjórnvöld og svo bætist það núna ofaná að þau eru umboðslaus.  Það trúir þeim enginn og þau hafa reynst gagnslaus til nokkura verka, - nema náttúrulega þann þokkalega verknað að moka fjármunum frá hinum verr stæðu yfir til hinna betur stæðu.  Það eru framsjalla stjórnvalda ær og kýr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það er einmitt það sem þið viljið, en verið ekki að skemma fyrir öðrum sem vilja horfa og hlusta í sínu sjónvarpi. og virðir þjóðhátíð Íslands. finnið ykkur anna tíma til að skrímslast!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 18.6.2015 kl. 00:09

2 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

Mótmælin endurspegla gríðarlegt vantraust þeirra sem mótmæla ríkisstjórninni.

Ríkisstjórnin mun að sjálfsögðu ekki segja af sér. Hún er mynduð í kjölfar úrslita lýðræðislega kosninga og styðst við þingmeirihluta. Af hverju ætti hún að víkja, þótt þeir sem lutu í lægra haldi í kosningunum krefjist þess með hávaða og látum? Þingkosningar 2017 munu taka af skarið. Sá flokkurr sem flest atkvæði fær mun fá stjórnarmyndunarumboðið. Þannig eru leikreglurnar. 

Óttar Felix Hauksson, 18.6.2015 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband