13.6.2015 | 13:16
Bjánaskapurinn heldur áfram á Íslandi.
Það er alveg ótrúlegt að innbyggjar skuli ekki vilja stíga skref inní nútímann. Nei nei, þeir vilja vera áfram í sínum fjármálalegu torfkofum. Vilja ekki að landið gerist fullur og formlegur aðili að Sambandinu og hafi þar rödd og rétt sem fullvalda landi sæmir með aðgang að alvörumynt. Meirihluti innbyggja undir forsæti framsóknarmanna og þjóðrembinga ætlar að svifta landið og allan lýðinn þeim sjálfsögðu réttindum að landið nýti sér fullveldisrétt sinn og fái alvöru mynt. Hér verður allt í höftum og helsi. Að öðru leiti verður leiksýningin í Hörpu á dögunum því furðulegri sem rykið sest meir. Um hvað snerist leiksýningin? Var verið að reyna að hífa upp fylgi stjórnarflokkanna í könnunum? Helst á því.
Það verða áfram höft við lýði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar þú talar um "alvöru mynt" ertu þá kannski að meina að taka aftur upp gullkrónuna frá 1876? Það eru til 28.000 únsur af gull krónum og dollurum í hvelfingu seðlabankans sem þyrfti þá ekki að sækja til útlanda.
Sjá: Stöð 2: Gullið í Seðlabankanu
Guðmundur Ásgeirsson, 13.6.2015 kl. 13:57
Nei. Það er forneskja.
að er alveg ljóst hvað kostur er í boði varðandi framfaraskref fyrir lnd og lýð.
Og það er ótrúegt að innbyggjar, eða meirihluti þeirra, vilji það ekki. Ótrúlegt.
Mikil vonbrigði.
Og eigi skal mig undra ef að yngra fólk færi ekki að hugsa sinn gang og koma sér til manna, td. á Norðurlöndunum.
Ef eg hefði vitað uppúr 1980 hvernig Ísland þróaðist, þá hefði ég gert allt önnur plön og ákveðið búa í Evrópu.
Núna veit f+olk alveg hvert stefnir og hvernig þetta verður um fyrirsjánlega framtíð.
Framsjallar eru að festa landið í haftahelsi, láglaunaklafa og réttindaleysi almennings.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.6.2015 kl. 14:13
Forneskja?
Fiat money - Wikipedia, the free encyclopedia
"The first use of fiat money was recorded in China around 1000 AD."
Gott og vel, ef þú vilt hvorki gull né pappírsgjaldmiðil.
Hvernig gjaldmiðil viltu þá frekar nota?
Guðmundur Ásgeirsson, 13.6.2015 kl. 14:25
Guðmundur, þú ert að leika þér að Ómari eins og köttur að mús. Við vitum öll, að Ómar heldur að evran handónýta sé alvöru mynt. Og hann heldur ennþá að aðildarríki ESB séu fullvalda.
Pétur D. (IP-tala skráð) 13.6.2015 kl. 15:21
Það var talað um á dögunum einhversstaðar, þarna Svartse kanal í Ausurþýskalandi.
Minnir soldið á það umræðan hér uppi um Sambandið.
Það er með ólíkindum hvað menn segja um Evrópulönd og líka okkar nánustu viðskipta- og frændþjóðir. Þar er bara allt í kalda koli. Eldhaf. Og það eru jafnvel menn sem á tyllidögum er kallaðir málsmetandi mennn sem halda furðum fram um Sambandið og Evrópu.
Minnir á Svartse kanal og lýsingarnar hans á hvernig væri handan múrsins.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.6.2015 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.