Margt enn óljóst í samningum stjórnvalda við kröfuhafa.

Spaugilegt hefur verið að fylgjast með framsóknarmönnum og hluta sjalla mótmæla því að um samninga sé að ræða.  Nei nei, það heitir víst samtal og viðræður.  Ekki samningaviðræður. Burtséð frá því, þá er margt ennþá óljóst hvað nákvæmlega felst í samningunum.  Það er líka hálfóljóst hvort samningarnir séu endanlega frágengnir.  Stjórnvöld og fleiri hafa beint allri athygli og umræðu að ytri ramma sem samanstendur að mestu af fögrum frösum í leiksýningu.  En frasarnir eru merkingarlausir hvað varðar efnisatriði eða staðreyndir.  Mér finnst t.d. eins og þessi meinti gróðisem mest er talað um sé ansi fljótt farinn að rýrna.  Jú jú, kröfuhafar sömdu um að láta einhverjar eignir hér eftir eins og allataf lá fyrir frá byrjun.  En hvað nákvæmlega það þýðir í krónum og Evrum er barasta erfitt um að spá.  Það kemur sennilega ekki í ljós nærri strax.  Hugsanlega ekki fyrr en eftir nokkur ár ef því er að skipta.  Málið er allt hið vandræðalegasta fyrir framsóknarmenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil ekki hvað er svona flókið.

Það er ekki búið að semja um neitt.

Hluti kröfuhafa í alla bankana hefur lýst vilja til að uppfylla stöguðleikaskyrðin (reyndar hafa þeir sjálfsagt þurft að semja um það innbyrðis). Verði 60% kröfuhafa hvers banka sammála leggur slitanefnd fram nauðasamning (sem er samningur milli kröfuhafa) í samræmi við það og þá gengur hann í gegn.

Ríkið bara samþykkir eða hafnar.

Að upplýsa einhvern um hvað setendur til og fá jafnvel að heyra hans sjónarmið er alls ekki það sama og að semja. Sýnir bara viljann til að aðlaga reglurnar að þeirra þörfum að því marki að slík aðlögun hafi ekki áhrif á markmiðin með reglunum.

Þetta blasir allt við þegar það er skoðað sem komið hefur fram. Auðvitað hefur svo eitthvað gerst á bakvið tjöldin sem við vitum ekkert um, en mér finnst það skila litlu að búa til eitthvað úr því, hafandi ekkert annað en ímyndunaraflið (sérstaklega ef það er pólitískt) að styðjast við.

Og hvað er vandræðalegt fyrir hvaða stjórnmálamenn, flokka eða fylgismenn (og bloggara) nenni ég engan vegin að spá í en sýnist þó ýmsir fleiri en framsóknarmenn vera í vandræðum með sig að jafnvel aðeins meiri vandræðum.

ls (IP-tala skráð) 11.6.2015 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband