1.6.2015 | 19:43
Jæja. Stóra stundin að renna upp fyrir ríkisstjórn.
Þeir ætla að afnema Höftin á morgun þeir félagar SDG og Bjarni. Það verður eitthvað skrautlegt svo mikið er víst. Að sögn kunnugra eru lögin svo leynileg, - að það er ekki einu sinni búið að semja þau! Þegar af þeim sökum verður allt það sem á eftir kemur sjálfkrafa ótrúverðugt. Ef einhver alvara væri á bakvið afnám hafta talið, - þá mundu náttúrulega menn vera búnir fyrir löngu að semja þau lög. Menn semja slíkt ekkert á hlaupum eða einhverjum síðasta dag fyrir opnun fíling. Sennilega mun verða rýmkuð heimild stórra aðila til fjárfestinga erlendis eða aðgengis að erlendum alvöru gjalmiðli, - en annað verður það nú sennilega ekki. Nema þá einhver froða. Lyga- og spunaþvættingur einhver. Það má vel vera.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.