30.5.2015 | 10:58
Þetta er ástæðan fyrir því að skagfirðingum fækkar.
Fólk flýr svona málflutning ráðamanna skagfirðinga, fyrst og fremst framsjalla og þeirra stór-fyrirtækja, sem hafa alla þræði þarna í hendi sér: ,,Ekki virðist styrkur Norðurlands vestra byggðalega vera í samræmi við sterka stöðu KS sem utanríkisráðherra hampar, því Norðurland vestra stendur nú verst allra svæða samkvæmt úttekt Hagstofunnar. Þannig nam fækkun íbúa í Skagafirði 1,7% milli ára og víða er fækkun í nálægum byggðum."
Með sama áframhaldi rústa framsóknarmenn svæðinu algjörlega.
Vilja að Birgitta biðjist afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að þú sért að misskilja illilega hvað er góður málflutningur. Það er, eða á ekki að vera þingmanni hæfandi, sama hvað hann heitir, að bendla bæjarfélög úti á landi við skipulagða glæpastarfsemi.
Nema þú sért ekki að misskilja, og aðhyllist þann fáránlega og fordómafulla málflutning sem virðist vera í tísku nú um stundir.
það er greinilega ekki sama hvaðan vont kemur.
Runar (IP-tala skráð) 30.5.2015 kl. 12:19
En það er skipulögð glæpastarfsemi rekin af ráðamönnum. Þeir sem ekki sjá það eru ekki á sama landi og ég.
Sigurður Haraldsson, 30.5.2015 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.