Landið er stjórnlaust.

Svokallaðir ráðamenn tala bara út og suður og sérhagsmunaklíkur fara sínu fram og sölsa til sín eftir behag með hjálp framsjalla.  Engin heildarstjórn er á ríkinu.  Verkstjórn engin en ofur-sterkir sérhagsmunahópar hafa öll ráð í sinni hendi.  Þetta er rosalegt.  Gæti liðið að þeim tíma er Ísland missir sjálfstæði.  Það tekur enginn mark á stjórnlausu landi sem vonlegt er.


mbl.is Frumvarpið ekki verið dregið til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Gæti liðið að þeim tíma er Ísland missir sjálfstæði." Ha, ha ha ha...Undarlegt ad evrópusambandsadildarsinni skuli hafa áhyggjur af thví. Heitir thetta ekki ad pissa í skóinn sinn, í málflutningi sínum?

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.5.2015 kl. 18:37

2 identicon

Allt er betra en (verk)stjórn Jóhönnu og Steingrím

og manni verður bara óglatt að hlusta á munnræpu stjórnarandstöðunar þessa daganna

Grímur (IP-tala skráð) 15.5.2015 kl. 19:33

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Í fyrsta lagi, þá styrkir aðild að Sambandinu fullveldi og sjálfstæði.  Hinsvegar er tómt mál að tala um það.  Innbyggjar eru ennþá of ginkeyptir fyrir ofsa- og ofbeldisprópaganda sérhagsmunaklíka og framsjalla.

Í annan stað, þá er Jafnaðarstjórnin besta stjórn Íslandssögunnar og er það nú staðfest af öllum málsmetandi mönnum og sú saga vel skjalfest.

Bulluþvaður og ofbeldisprópaganda hægri-aflanna hefur enga merkingu eða sannleiksgildi, - nema sem fæða kjána sem ekki vita neitt og/eða vilja bókstaflega böðlast og níðast á almenningi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.5.2015 kl. 20:43

4 identicon

Ó já satt segiru, landið er stjórnlaust. Trúðarnir geta sett upp rautt nef, ó fyrirgefið þið ég meinti Gosanef. Rúin trausti almennings og þó svo að sumir góli hæðst um Jóhönnu og Steingrím þá réttlæta þau rök ekki til gagns fyrir núverandi stjórnvöld. Evrópusamband eða ekki Evrópusamband kemur þessu ekkert við. Það er hægt að garga sig hásan um ágætið en staðreindir segja annað um þessa ríkistjórn. Ég spyr hver ætlar að stofna nýjan og trúverðugan Sjálfstæðisflokk því Sjálfstæðisflokkurinn í dag er komin langt frá sínum upprunalegu gildum, og hana nú.

Margrét (IP-tala skráð) 15.5.2015 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband