27.4.2015 | 22:35
Já já, þetta er bara búið hjá ríkisstjórninni.
Og skoðanakannanirnar næst maður minn lifandi. Það er nánast enginn stuðningur við eitt né neitt sem ríkisstjórnin hefur gert og ætlar að gera. Framkoma ríkisstjórnarinnar gengur fram af sífellt fleirum. Þetta er alveg lyginni líkast hvernig þessi ríkisstjórn er. Lyginni líkast.
Það sem virðist hafa gerst er, að stjórnin er svo illa mönnuð að mikil fádæmi eru. Alveg furðulega óframbærilegt fólk. Og ráðamenn virka alltaf meira og meira eins og lítið annað en framhandleggur sérhagsmunaklíka. Og ofan í kaupið er allt svo illa gert.
Ríkisstjórnin færir fjármuni til hinna best stæðu í samfélagi og afléttir íþyngjandi kvöðum á þá, - og hún gerirð svo illa og draslaralega, af svo furðulegu skeitingarleysi gagnvart almenningi, - að það verður auðvitað hverjum hugsandi manni það undireins ljóst hvurslags hörmungarstjórn þetta er.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.