Nóg að gera hjá framsóknarmönnum við að moka fjármunum almennings í eigin vasa.

,,Útgerðarfélagi í eigu eiginkonu Páls Jóhanns Pálssonar, alþingismanns Framsóknarflokksins, verður úthlutað makrílkvóta að verðmæti 50 milljónir króna nái nýtt frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra fram að ganga. Fjóla GK, í eigu Davíðs Freys Jónssonar, sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins, fær úthlutaðan um 350 tonna kvóta, sem metinn er á ríflega 200 milljónir króna.

Páll Jóhann, sem situr einnig í atvinnuveganefnd þingsins sem er með frumvarpið til meðferðar, telur sig ekki vanhæfan til að vinna að frumvarpinu þó eiginkona hans verði eigandi makrílkvóta verði frumvarpið af lögum."

http://www.visir.is/eiginkonan-hagnast-a-makrilfrumvarpi/article/2015704249961


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mistök að setja ekki í lögin að óheimilt sé að veita framsóknarmönnum kvóta.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 24.4.2015 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband