Framsóknarmenn enn að vesenast með icesaveskuld þeirra sjalla.

Svo er bara sagt, rétt si sona, að málið sé komið til alþjóðlegra dómsstóla.  Alþjóðlegra dómsstóla.  Þessu hefur verið haldið kyrfilega leyndu í aflæstum skuggalegum bakherbergjum.  Enginn fær að vita neitt, bíðum við!  Málið komið til alþjóðlegra dómsstóla!  Halló.

Hvað eru framsóknarmenn, forseti og almennir þjóðrembingar eiginlega búnir að kosta þjóðina?  Í þessu máli hafa þeir dregið mörg hundruða milljarða skaðakostnaðar skuldaklafa yfir landið sem þeir hafa troðið með fruntaskap á herðar innbyggja með yfirgenglegu lýðskrumi og hafa sýnt af sér svo óábyrga hegðun að ólýsanlegt er. 


mbl.is Skýra afstöðu stjórnvalda til málsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er naumast að þú ert enn með þetta á heilanum.

Þessu máli hefur ekki verið haldið í neinum lokuðum bakherbergjum, heldur er það til meðferðar fyrir dómstólum sem starfa fyrir opnum tjöldum. Ástæða þess að þetta mál er ekki til umræðu á vettvangi stjórnmála núna er að þetta er mál einkaaðila sem íslenska ríkið á enga aðild að.

Þetta mál sem hér um ræðir, er höfðað af Bretum og Hollendingum gegn Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Það var semsagt höfðað af réttum aðila á réttu varnarþingi í réttri lögsögu, og í fullkomnu samræmi við kröfur andstæðinga ríkisábyrgðar sbr. þjóðaratkvæðagreiðsluna sem var haldin um þá spurningu. Með málshöfðun þessari hafa Bretar og Hollendingar jafnframt fallist á það í verki að rétt sé að beina kröfum sínum að TIF en ekki íslenska ríkinu.

Ástæða þess að málið gengur nú til EFTA dómstólsins er einfaldlega sú að það varðar túlkun á EES-reglum, eins og þær lúta að tryggingasjóðnum, og þess vegna vildi héraðsdómari málsins leita eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins. Þetta er mjög algengt í málum er varða EES-reglur, til dæmis var leitað ráðgefandi álits um túlkun á reglum um neytendavernd vegna verðtryggðu lánanna í fyrra. Ekkert sérstakt við það heldur bara rétt og eðlilegt samkvæmt íslenskum lögum.

Ástæða þess að íslenska ríkið tekur þátt í málflutningnum er að það er ósköp einfaldlega venjulegt ferli í málum er varða ráðgefandi álit um túlkun á EES-reglum, þar sem ríki getur haft hagsmuni af réttri túlkun þó svo að það eigi sjálft ekki aðild að málinu, eins og er einmitt í þessu tilfelli. Íslenski ríkið sendi líka málflutningsteymi út þegar jallað var um verðtryggðu lánin, jafnvel þó það ætti sjálft enga aðild að þeim málum heldur eru þau milli einstaklinga og einkafyrirtækja.

Aðkoma þjóðríkis að málsmeðferð um ráðgefandi álit með þessum hætti má því líkja að nokkru leyti við svokallaða meðalgöngu, sem er vel þekkt úrræði og dómstólar heimila það gjarnan þegar þriðji aðili getur haft óbeina hagsmuni af úrlausn máls. Það eina sem er sérstakt í EFTA-álitsmálum er að þá er sjálkrafa gengið útfrá óbeinum hagsmunum ríkis án þess að lagt sé mat á þá sérstaklega í hverju og einu tilviki. Auk þeirra þjóðríkja sem málið tengist hafa Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og framkvæmdastjórn ESB jafnan aðkomu líka með sama hætti í málum sem þessum.

Nú er orðið svo langt síðan að Bretar og Hollendingar stefndu TIF í þessi máli að það er ekki nein frétt lengur. Það eina sem er nýtt er að núna hefur Hæstiréttur staðfest ákvörðun héraðsdóms um að leita ráðgefandi álits í málinu, og það er engin stórfrétt því það mátti fastlega búast við að þetta yrði gert. Frekar en að velta sér upp úr þvarginu um ríkisábyrgð eða ekki sem er löngu búið að dæma dauða og ómerka, er mun meira gagn af því að skoða hvaða spurningar það eru sem verða lagðar fyrir EFTA-dómstólin nú í máli innsæðutryggingasjóðsins:

1. Samrýmist það ákvæðum EES-samningsins, einkum 1. mgr. 7. gr. tilskipunar 94/19/EB um innstæðutryggingar og tryggingakerfi, þegar um kerfishrun er að ræða, að skuldbindingar fyrir fram fjármagnaðs innlánatryggingakerfis takmarkist við eignir þess á þeim tíma sem innstæður verða ótiltæk innlán í skilningi 3. mgr. 1. gr. tilskipunarinnar og eignirnar duga ekki til að bæta kröfu hvers innstæðueiganda að fjárhæð allt að 20.000 evrur?

2. Samrýmist það tilskipun 94/19/EB að í kjölfar kerfishruns setji samningsríki lög eða stjórnvaldsfyrirmæli sem heimili fyrir fram fjármögnuðu innlánakerfi að setja á stofn nýja deild eða reikning þar sem safnað sé iðgjöldum og ákveða að þau iðgjöld skuli renna í nýju deildina eða reikninginn í því skyni að byggja upp sjóð sem eingöngu sé ætlað að mæta mögulegum framtíðaráföllum og standi ekki til greiðslu eldri skuldbindinga?

3.  Samrýmist það 11. gr. tilskipunar 94/19/EB að innlánatryggingakerfi samningsríkis fái frekari réttindi samkvæmt landsrétti en þann að við greiðslu úr sjóðnum yfirtaki það kröfu kröfuhafa á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrotabúi sem svari til fjárhæðarinnar sem greidd er?

Verði fyrstu spurningunni svarað játandi er Icesave málið endanlega búið fyrir fullt og allt þar sem tryggingasjóðurinn hefur nú þegar margoft boðið Bretum og Hollendingum að greiða þeim allar eignir sem voru í sjóðnum þegar Landsbankinn féll. Þeir hafa hinsvegar fúlsað við því og frekar viljað gera þetta erfiðu leiðina.

Verði fyrstu spurningunni svarað játandi er ljóst að svara yrði annarri spurningunni játandi líka. Verði henni hinsvegar svarað neitandi reynir sjálfstætt á aðra spurninguna, með sömu hugsanlegu afleiðingum. Verði báðum svarað neitandi mun það hinsvegar ekki hafa önnur áhrif en þau að tryggingasjóðurinn þarf að leysa til sín forgangskröfu sína á þrotabú gamla Landsbankans til þess eins að standa skil á kröfum Breta og Hollendinga, í stað þess að þeir sæki þær beint í þrotabúið.

Vandséð er hvaða þýðingu svar við þriðju spurningunni gæti haft fyrir úrlausn málsins, en það getur þó verið háð málatilbúnaðinum. Þetta er auðvitað allt með þeim fyrirvara að ég hef ekki haft tök á kynna mér málatilbúnaðinn náið og hef ekki heldur fengið að sjá dóm Hæstaréttar um ráðgefandi álita eða hvort hann hafi nokkuð breytt spurningunum.

Þessir fróðleiksmolar hjálpa þér vonandi að skilja þetta betur.

P.S. Varðandi meintan "skaðakostnað" þá var honum reyndar afstýrt þegar ríkisábyrgð var hafnað og það fékkst staðfest af EFTA-dómstólnum að væri rétt niðurstaða hvað varðar ríkissjóð. Þvert á móti spöruðust við þetta 80-100 milljarðar í vexti sem væru nú þegar gjaldfallnir ef samningurinn um ríkisábyrgð hefði verið samþykktur. Það er "skaðakostnaðurinn" sem hefði getað orðið og hann hefði ekki getað fengist endurheimtur úr þrotabúi bankans því vextir verða eftirstæðar kröfur við slit. Þar sem ekki var heldur til gjaldeyrir í ríkissjóði fyrir þessu þegar það hefði gjaldfallið þá hefði það sett ríkissjóð í greiðslufall og gjaldfellt um leið allar aðrar útistandandi kröfur á hann. Reikningurinn fyrir því hefði getað orðið nánast óendanlegur og það í erlendri mynt. Þegar talað er um mögulegt tjón af völdum Icesave, þá var það alveg rétt að Ísland hefði getað breyst í Kúbu norðursins, en sem betur fer þá var því afstýrt!

Guðmundur Ásgeirsson, 21.4.2015 kl. 18:07

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg mundi segja að framsóknarmenn væru með þessa sjallaskuld á heilanum.  Það eru þeir sem ætla með þetta ljóta mál fyrir alþjóðleg dómstóla!

Mál sem þeir, forseti og almennir þjóðrembingsbullukollar segjast hafa kosið burt sautján hundruð og súrkál.

Öllu þessu stóra klúðri hafa framsjallar haldið leyndu í aflæstum skuggalegum kompum, sennilega í kjallaranum á valhöll.

Svo fer maður að lesa mbl., hvað skeður?  Jú, þá sér maður að málið er komið fyrir alþjóðlega dómsstóla og utanríkisráðherra framsóknarmanna þar í forsvari.

Þetta er svo mikil skömm fyrir ykkur að það hálfa væri nóg.  Verst er þó skaðinn og tjónið sem þið dragið yfir landið og lýðinn með hálfvitagangi ykkar.  Sá skaði reiknast í hundruðum milljarða til lengri tíma ef ekki þúsundum milljarða.  Skaði sem leggst af fullum þunga á al-saklaust fólk og framtíðarkynslóðir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.4.2015 kl. 18:57

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. framsóknarmenn og forseti hafa bara verið að ljúga því að búið væri að kjósa burt máli.  Virðast hafa vísvitandi logið því.

Það er mjög sjaldgæft að menn fari með allt svona rosalega niður á hælana eins og forseti, framsókn og þjóðrembingar hafa gert.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.4.2015 kl. 19:08

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú virðist ekki hafa lesið athugasemdina.

Þetta var "kosið burt" - frá ríkissjóði Íslands. Þess vegna er þetta núnar til úrlausnar gagnvart Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta, eins og það hefði með réttu átt að vera allan tímann.

Engu við málið hefur verið haldið leyndu, enda er ekkert til að halda leynda frá því að EFTA-dómstólinn dæmdi að þetta kæmi ríkissjóði ekki við. Síðan þá er þetta bara einkamál, og á ekki á ábyrgð ríkisins að upplýsa þig né aðra um framgang þess. Jafnframt starfar héraðsdómur fyrir opnum tjöldum, svo ekki er neitt leynimakk í gangi þar. Enginn hefur heldur logið neinu um þessi atvik, heldur hefur verið hægt að lesa um framvindu málsins í fjölmiðlum og ætti hún því ekki að að dyljast neinum.

Mesta leynimakkið í kringum þetta mál var af hálfu síðustu ríkisstjórnar þegar hún reyndi að brjóta EES-samninginn með því að samþykkja ólöglegan samning og halda því leyndu fyrir þjóðinni. Skaðinn sem af því hefði hlotist hefði orðið botnlaus og haft í för með sér gjaldþrot ríkissjóðs, en sem betur fer tókst að afstýra því. Síðan þá hefur ekkert við málið verið hulið, nema þá helst í hugskoti þínu að því er virðist.

Svo veit ég ekki alveg hvern þú heldur þig eiginlega vera að ávarpa í 2. persónu í athugasemdum þínum. Ég er allavega í hvorugum þeirra flokka sem þú beinir þeim að og get því alls ekki tekið neitt af þessu til mín.

Það er sjaldgæft að menn fari með svona kolrangt mál í öllum meginatriðum eins og þú gerir, og fáheyrt að menn haldi því áfram jafn lengi og af jafn mikilli þrákelkni eftir að vera komnir með allt niður á hælana og langt upp á bak, eins og í þínu tilviki. Þrjóska sem stappar við þráhyggju.

Hér er að lokum spurning sem þú hlýtur að verða að svara:

Ert þú sem þráir svo heitt að borga Icesave, búinn að því?

Ef ekki, eftir hverju ertu þá eiginlega að bíða maður?

Bretarnir bíða eflaust spenntir eftir peningunum þínum!

Guðmundur Ásgeirsson, 21.4.2015 kl. 22:15

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er ekkert hægt að kjósa svona burt.  Því miður.  Eru engin töfratrikk til í þessum bissnes.

Það sést líka vel hve mikið eða lítið þetta kemur ríkinu við, - að ríkið ætlar að vera með puttana í málinu!  Halló.

Um þetta þarf ekki að deila lengur.  Staðreyndir liggja fyrir.

Skaðakostnaðurinn af þessu er orðinn gríðarlegur.  Kostnaður sem er til kominn vegna bara vitleysisgangs og lýðskrums vegna skuldar sem alltaf verður borguð upp í topp plúsa álag.

Óskaplega leiðinlegt fyrir Ísland og vandræðalegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.4.2015 kl. 23:22

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Guðmundur.  Dáist að elju þinni gagnvart ÓBK.  

En það máttu vita, að fyrr sekkur Ísland í sæ, helfrýs í Helvíti og rislaeðlurnar rísa upp frá dauðum, en hann skiptir um skoðun og skilur hvað er í gangi í samfélaginu.

Hann bloggaði mánuðum saman um ágæti stjórnar Jóhönnu og Steingríms, sem eru hans alguðir, og þar væri nú aldeilis vitringar við stjórnvölinn og ekkert að í landsmálunu. Allt var hér í sóma og smjör draup af hverju strái, eins og í ESB löndunum og skjaldborg um heimilin væri bara hauga lygi.  Jóhanna hefði aldrei minnst á það.

Ekki var liðin vika frá stjórnarskiptum, en að hann umturnaðist á síðu sinni og spurði trekk í trekk hvort núverandi stjórnvöld ætlaðu virkilega ekkert að gera til hjálpar þjóðinni úr þeim áralöngu hremmingum, sem íbúar hennar stóðu núna allt í einu frammi fyrir.

Ragnar Reykás ætti að flytja í fjörðinn og hefja búskap með Ómari, eða ef til vill ætti Ómar að flytja til Finnlands og samlagast þeim bændum sem þar tóra enn og vera þar glaður og reifur, og iðka ESB-trú sína. 

Benedikt V. Warén, 21.4.2015 kl. 23:38

7 identicon

"Um þetta þarf ekki að deila lengur.  Staðreyndir liggja fyrir."

Þarna hefur ÓMK, merkilegt nokk, rétt fyrir sér, þó hann eigi frekar erfitt með að átta sig á hverjar staðreyndirnar séu.

ls (IP-tala skráð) 22.4.2015 kl. 10:00

8 identicon

Flestir kratar sem ég þekki þurfa orðið áfallahjálp við einskonar sprengjulosti eftir að hafa tapað öllum sínum orrustum, sumum oft samanber Icesave...

GB (IP-tala skráð) 22.4.2015 kl. 10:10

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er auðvitað merkilegt, og ber að nótera það hjá sér,  að engin málefnaleg ggnrýni hefur komið fram á mitt mál.

Framsóknarmenn, ofsa-sjallaarmurinn, forseti og almennir þjóðrembingsbullustampar eru algjörlega rök- og ráðþrota með allt bókstaflega á hælunum.  

Komnir með málið fyrir alþjóðlega dómsstóla, - yet again!

Skaðakostanaðurinn er orðinn gríðarlegur.  Hundruðir milljarða og stefnir í þúsundir milljarða til engri tíma litið.

Framsjallar og þjóðrembungar eru soldið með Útvarp-Sögu heilkennið en sem kunnugt er lýsir sér í að tala og haga sér eins og vitleysingur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.4.2015 kl. 10:19

10 identicon

"Það er auðvitað merkilegt, og ber að nótera það hjá sér,  að engin málefnaleg ggnrýni hefur komið fram á mitt mál."

Þú mátt alveg vera ósammála Guðmundi en að segja að ýtarleg svör hans séu ekki bæði málefnaleg og gagrýni á það sem þú segir er hreinn  og klár dónaskapur.

ls (IP-tala skráð) 22.4.2015 kl. 10:49

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg ræð því ekkert hvort guðmundur bullar eða ekki.  Því miður.

Þýðir ekkert að vera reiður við mig.  Eg bendi bara á staðreyndir.  

Það þýðir líka lítið fyrir ykkur að koma núna hágrátandi og segjast iðrast gjörða ykkar.  Skaðinn er skeður.  Tjónið af ykkar völdum er komið til að vera.  Og mun fara vaxandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.4.2015 kl. 11:41

12 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er eftir ÓBK, að setja samasemmerki milli martraða sinna og staðreynda.  

Því miður er engin lækning við því. 

Benedikt V. Warén, 22.4.2015 kl. 12:31

13 identicon

Skildi ÓMB trúa þessu sjálfur sem hann skrifar,af kverju drífur hann sig ekki bara út í esb sældina ef hún er svona ofboðslega góð eins hann virðist hafa trú á? bara svona pæling seinni part á miðvikudegi.

sigurður kristjánsson (IP-tala skráð) 22.4.2015 kl. 17:19

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ómar Bjarki, rétta tilfinninginn í þinn garð er ekki reiði, heldur meðaumkun. Þó þú haldir að það þýði lítið að iðrast gjörða sinna, þá er það ekki rétt, því það er aldrei of seint fyrir þig að iðrast. Jafnframt er algjör óþarfi fyrir þig að hafa áhyggjur af þessum "skaðakostnaði" sem þú óttast meira en lífið, því honum var afstýrt sem betur fer þegar því var hafnað að greiða úr ríkissjóði óafturkræfa vexti umfram lagaskyldu og sú niðurstaða staðfest af alþjóðlegum dómstól. Núna mun sami dómstóll fá málið til meðferðar á réttum forsendum, sem eru þær að þetta er einkamál milli breska, hollenska og íslenska tryggingasjóðsins, en engri kröfu í málinu er beint að íslenska ríkinu. Aðkoma þess að álitsgjöf EFTA-dómstólsins skýrist einfaldlega af því að svo er í öllum málum er varða ráðgefandi álit, en íslenska ríkið er ekki stefndi í málinu og engar kröfur málsaðila beinast að því, ekki frekar en að framkvæmdastjórn ESB og Eftirlitsstofnun EFTA sem hafa sambærilega aðkomu að slíkum málum.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.4.2015 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband