3.4.2015 | 11:21
Dýraverndunarlög eru miklu lengra komin í ESB en hér.
Það virðist vera aðallega það sem dændasamtökin hafa á móti ESB. Dýravernd er svo þróuð í ESB og framsækin, - að bændasamtökin geta ekki hugsað sér slíkt.
Þá er eitt sem menn gleyma alveg í umræðunni um landbúnað á Íslandi og skýjum ofar talið um Ísland sem landbúnaðarland sem geti flutt út afurðir í stórum stíl.
Það fara fáir erlendis að kaupa landbúnaðarafurðir frá Íslandi ef lög þar eru þess eðlis að farið er verr með dýr þar en í Evrópu. Mestallur útflutningur á landbúnaðarafurðum yrði þá tómt mál að tala um.
Íslendingar sumir virðast eiga erfitt með að skilja það, að í nútímanum eru gerðar ákveðnar kröfur um vöru, gæði og eftirlit. Það tengist svo aðgangi að bestu og hagkvæmustu mörkuðum.
Það er eins og fólk skilji þetta ekki. ESB er bara tæki Evrópuríkja til að auðvelda þessi samskipti. Þessi samskipti yrðu alltaf til staðar hvort sem ESB er til eða ekki. ESB auðveldar þetta bara og er eins og ákveðin tækni í nútímanum, álíka og sími eða internetið.
Athugasemdir
Með fullri virðignu fyrir þér Ómar, en hefurðu einhverja hugmynd um, um hvað þú ert að tala. Dyravendunarlögin hér eru einhver þau ströngustu í Evrópu og þótt víða væri leitað.
Sigurður Baldursson, 3.4.2015 kl. 11:54
Nei. Það er bara rangt hjá þér.
Að vísu hefur ýmislegt verið tekið upp hérna varðandi dýravernd úr ESB lögum. Það bjargar ýmsu. Og það má segja að Ísland taki, óbeint, upp meginatriði slíkra laga frá ESB. En það eru nokkur atriði sem standa útaf í framkvæmdinni sem gerir að verkum að ESB er mun framar.
ESB er í fararbroddi glóbalt varðandi dýravernd. Þetta er almenn vitneskja og staðreynd.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.4.2015 kl. 12:03
Ómar. Velferð dýra er svo sannarlega mjög mikilvæg, og hefur alla tíð verið.
En það er mér óskiljanlegt að það teljist til dýraverndunar að verksmiðjuframleiða ódýr og hraðvaxin dýr með hormónum og pensillini.
Hvers vegna vill fólk ekki horfast í augu við þá staðreynd, að ódýra kjötið frá Evrópu/Bandaríkjunum/Alþjóðabankanum er ódýrt vegna þessa lífshættulegu aukaefna og verksmiðjubúskapareinokunar risanna?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.4.2015 kl. 16:09
Ómar þú bara ferð með tóma steypu eins og oft áður. Hef búið þarna úti og það er ekkert betra þar. Eitt og annað má betur fara hér, en þetta sem Anna Sigríður segir hér að ofan er nokkuð nærri sannleikanum.
kv. HH
HH (IP-tala skráð) 4.4.2015 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.