Sumt sem sumu fólki dettur í hug að færa fram í umræðum, - er einfaldlega ekki umræðuhæft.

Maður sér oft þann tendens að menn vilja segja sem svo:  Ja, er ekki allt í lagi að ræða þetta og hitt og sjá svo bara til hvaða kost fólk vill velja eða hvað fólk vill gera o.s.frv.

Þetta er ekki rökrétt að sjálfsögð nálgun á hluti eða viðfangsefni.

Eða ætla menn núna, 2015, að fara að taka debatt um það hvort Jörðin sé flöt?  Og jafnvel fara með það inná Alþingi eða borgarstjórn og ræða þar?

Nei!  Hélt ekki.  Engum dettur það í hug.

Sumt sem sumir vilja ræða i borgarstjórn eða á Alþingi er sama eðlis.  Ekki umræðutækt!  Vegna þess hve vitlaust uppleggið er og hve hroðalega mikil fáfræði fylgir afstöðu eða skoðunum sumra.

Ef það á að vera þannig, að sama hve vitlaust uppleggið er eða hve mikil heimska innifelst í ákveðnum sjónamiðum o.s.frv., - að samt eigi að fara að ræða það allt vítt og breytt um samfélag, - þá erum við að tala um eiginlega, að sá samfélagsstrúktúr sem þó ríkir núna muni molna niður eða til vara molna úr honum á alla kanta.

Það er eitt af trikkunum við velgengni vesturlanda á seinni mörgum tugum ára, að það er vinsuð vitleysan úr á byrjunarstigum og hún kemst ekkert að ráði inní kerfið.  

Það er alveg bráðnauðsynlegt að stoppa vitleysu sem fyrst.

En núna er eins og menn vilji meina að öll vitleysa eigi að hafa jafn mikinn relevance og hvað annað.  Það eigi að gefa hvaða vitleysu og fáfræði sem er status á við lærðustu vísindi, - og svo eigi að vera debatt!  Á Alþingi og Borgarstjórn og helstu stofnunum!

Það er sem eg segi, að engu líkara er en það sé barasta ekki í lagi með hluta innbyggja hérna.  Engu líkara. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband