Ekki í takt, - enda allt annað en Syriza lofaði fyrir kosningar og það sem þeir hafa lýðskrumast með undanfarin misseri.

Ekkert líkt.  Það er barasta allt lagt til hliðar!

Ok. þá kemur það athyglisverða:  Hvernig tala Syriza og Tsipras þá um þetta samkomulag heimafyrir?  Jú grikkir hafa brotið blað!  Og þá heimssögulega, skilst mér.

Þetta er merkilegt.  Og þá í framhaldinu hvað kjósendur þeirra gera.

Ótvíræður sigurvegari hlýtur að teljast hann Wolfgang fjármálaráðherra Þjóðverja.  Hann er að verða einn merkilegasti stjórnmálamaður Evrópu á okkar tímum.

Hann sagði bara við grikki að nú væri ríkisstjórnartími Syriza runnin upp og þá bæri mönnum að halda sig við raunveruleikann.  Dráumórar ættu þar ekki heima.  (Og hvort hann bætti ekki við, að það væri bara vandamál þess flokks sem lofaði einhverju fyrir kosningar sem hann gæti ekki staðið við.  Það væri ekkert sitt vandamál eða þjóðverja hverju menn lofuðu í hinum mismunandi flokkum fyrir kosningar.)


mbl.is Ekki i takt við loforð Syriza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta kom mörgum grískum kjósendum ekki á óvart.

Þeir sem bitu á agnið eru reiðir og sárir.

Nú er spurning hvort varnaðar orð Syriza munu reynast sönn, varðandi arftaka þeirra.

Það gæti verið hverfult að taka manninn í herbergi 4358 (í byggingu þar sem Herman Göring þrammaði um ganga) í einhverja guðatölu.

Mann sem átti afturkvæmt í þýsk stjórnmál eftir hneykslismál sem tröllreið Þýskalandi á sínum tíma.

Ansi kaldhæðnislegt að þjóðverjar minnast á sama tíma á spillingu í Grikkland.

Árið 2004 viðurkenndu grísk stjórnvöld að þau hefðu gróflega falsað hagtölur til þess eins að fá inngöngu í myntbandalag Evrópu.

En yfirstjórn ESB vissi það mæta vel enda var Grikkland langt því frá að gerast stofnaðili að myntbandalaginu á sínum tíma.

Með góðri vitund að ekki gerðust efnahagsleg kraftaverk tveimur árum síðar, gerðist það þó samt að grikkir fengu aðgang að myntbandalagi Evrópu og fengu vilyrði fyrir upptöku Evru.

Allur áróður gegn sjöllum og framsjöllum og trúboð um inngöngu í ESB er afar villandi.

Þar sem hinn íslenski fjórflokkur stefnir að einkavæðingu aflaheimilda innan íslenskrar fiskveiði lögsögu með félagsaðild að alþjóðlegri stofnun sem ESB er meðal annars aðili að.

Að Alþingi íslendinga samþykkti lög árið 2007 um skilyrði að íslendingar tengdust raforkusvæði evrópu ári eftir að hópur ráðamanna í efstu stigum stjórnkerfissins vissi af fyrirhuguðu hruni efnahags Íslands, var að sjálfsögðu úthugsað.

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 27.2.2015 kl. 23:59

2 identicon

"It has been proven that the deficit had not fallen below 3 per cent in every year since 1999," Mr Alogoskoufis told reporters.

Þeir sem reyna að hrekja þennan sannleika verða einfaldlega settir í sama flokk og sjallar og frammsjallar sem og rest af gerspilltum fjórflokk sem hefur haft tagl og haldir á þrælasamfélaginu á  Íslandi.

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 28.2.2015 kl. 02:10

3 identicon

Heldur greinarhöfundur að innganga í ESB muni leiða af sér lækkun bensín/olíuverðs og breytingu á því áratugalanga kerfi að olíufélög á Íslandi muni hætta að gerast heildsala hórur?

Vegna þeirrar einföldu staðreyndar að íslensk fyrirtæki í olíu og bensínsölu hafa ætíð verið milligönguaðilar á sölu eldsneytis og þess vegna ekki getað lækkað verð á eldsneyti?

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 28.2.2015 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband