12.2.2015 | 23:00
Síðasta aftaka á Íslandi og lag Bubba þar um.
Að síðasta aftakan er þarna um 1830. Að verða 200 ár. Merkilegt hve Bubba tekst að draga fram aðalatriðin og hve í raun textinn er góður. Segir margt. Sýslumaðurinn Blöndal sá um framkvæmd, Breiðarbólspresturinn blessaði verkið og Natansbróðir var böðullinn. Öxin sem var notuð er ennþá til, minnir mig, og gott ef ekki hluti höggstokks líka. Taka ber eftir hvernig Bubbi opnar textann. Alveg hroðalega sterkt. Í einfaldleika sínum setur þessi texti atburðinn svo skýrt fram og þetta er svo rammað inn með sársauka og samúð, að telja verður afar vel gert. Taka ber eftir hvernig raunsæi er fléttað samanvið. Í heildina dregur þetta svo vel fram hörku, kulda og tilgangsleysi. Hann er býsna gott skáld hann Bubbi.:
Kalt blés norðanvindur, janúarmorgun
er Agnes og Friðrik lögðu af stað.
Kaldur stóð bændaskarinn þeim var vorkunn.
Skelfdir horfðu á axarinnar blað".
...
http://www.bubbi.is/index.php?option=com_content&task=view&id=4
Athugasemdir
Takk fyrir þetta. Hef ekki heyrt þetta áður.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.2.2015 kl. 23:24
Velkomið.
Þetta er sko af fyrstu plötunni, Ísbjarnarblús.
Þetta hefur bara verið svipað og í Sádíu í dag.
Trúarlegi þátturinn í þessari aftöku var mikill.
Sungið mikið af sálmum fyrir aftökuna.
Eða mótmælti kirkjan þessu? Nei.
Þetta fær mann til að leiða hugan að því, að okkar nútíma vestræna samfélag er ekkert endilega alveg sjálfgefið. Lýðræðis- og mannréttindasamfélög þar sem húmanismi er innvafður o.s.frv. - eru ekki endilega sjálfgefin.
Þetta er svo örstuttur tími í heildarmannkynssögunni sem nútíma vestræn lýðræðissamfélög hafa verið við líði.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.2.2015 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.