Andri Geir: Vaxtagjöld Íslands hærri en Grikklands!

,,Grískir stjórnmálamenn segja að Grikkland sé að kikna undan lánum. En er svo, er vaxtabyrði gríska ríkisins t.d. hærri en íslenska ríkisins?

Við fyrstu sýn virðist svo. Miðað við landsframleiðslu eru skuldir Grikklands 175% en 97% á Íslandi. En höfuðstóllinn segir ekki allt. Hver er vaxtakostnaðurinn af þessum lánum?

Vaxtagjöld íslenska ríkisins eru áætluð um 84 ma kr fyrir árið 2015 eða um 4.5% af landsframleiðslu. Samkvæmt nýlegum útreikningi sem birtist í Financial Times voru vaxtagjöld gríska ríkisins 2.6% af landsframleiðslu árið 2014. M.ö.o. vaxtagjöld í Grikklandi eru um 40% lægri þó höfuðstólinn sé um 80% hærri!

Hver er útskýringin? Jú Grikkir njóta þess að vera í ESB og hafa aðgang að ódýru fjármagni frá ESB rikjunum og Seðlabanka Evrópu. Íslenska ríkið er hins vegar fast í krónunni eða þarf að fara á rándýra erlenda markaði þar sem spekúlantar og hrægammar ráða kjörum.

Ef Ísland hefði aðganga að lánsfé á sömu kjörum og Grikkland væru vaxtagjöld ríkisins fyrir 2015 ekki áætluð 84 ma kr heldur 28 ma kr eða um 56 ma kr. lægri. Fyrir þessa peninga væri hægt að tvöfalda fjármagn til Landsspítalans og eiga um 20 ma kr í afgang til að borga niður skuldir.

Það eru nógir peningar til í landinu til að bæta innviðina og fjárfesta í framtíðinni.

Ísland hefur val."

http://blog.pressan.is/andrigeir/2015/01/28/vaxtagjold-islands-haerri-en-grikklands/#.VNZ911fU1jE.facebook


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband