Mun Katar komast í úrslitin?

Mikið hefur verið rætt um handboltalið Katar þessa dagana.  Katar einfaldlega keypti nokkra menn frá nokkrum löndum og settu í landsliðið.

Vissulega er þetta lið vel mannað og frekar sterkt, - en margir telja að dómgæslan í leik Þjóðverja og Katar hafi mjög verið hagfelld Katar.

Það er ekki hægt að horfa framhjá því að svo var.  Sérstaklega þegar líða fór á leikinn og þjóðverjar settu á fullt og reyndu hvað þeir gátu.  Það komu trekk í trekk stórfurðulegir dómar.

Ok., nú er vel vitað að dómarar gera mistök.  En í þessu tilfelli voru þá mistökin svo mikið öll á aðra hliðina að tilviljun er mjög ólíkleg til skýringar.

Þetta kom svo vel fram í hvernig Katar fékk að spila afar langar sóknir og fengu alltaf aukakast og annan séns, eins og kallað er, - þangað til mark var skorað.

Markvörður þjóðverja sagði við fjölmiðla:  Í þessum leik var það nú þannig, - að við gátum ekki unnið Katar.  Það var búið að ákveða annað.

Það er alveg hrikalegt fyrir handboltann að fá svona ummæli og að það skuli vera hægt að rökstyðja það jafnvel og með Katar/þjóðverjar leiknum.

Reyndar má segja að talsvert svipað hafi verið uppi í leik Spánar og Danmörkur.  Manni fannst í heildina halla á Danmörku í dómgæslunni.

Sem dæmi, þá er það alveg rétt hjá Guðmundi að þar kom þessi sami tendens fram í dómgæslunni, að spánverjar fengu að spila ótrúlega langar sóknir.  Jafnvel þó höndin væri komin upp, - þá kom alltaf óvæntur séns hjá dómurunum.  Alltaf aðeins lengri tími gefinn og aukakast eftir atvikum.

Í venjulegum handboltaleikjum sér maður yfirleitt aldrei slíkt þema hjá dómurum yfir heilan leik.  Þetta verður líka svo erfitt fyrir vörnina, að þeir búast við að dómarinn fari að flauta leiktöf - en flautið kemur aldrei.  Smá saman verður þetta niðurrepandi því vörnin fær oftast marká sig eftir allt erfiðið.


mbl.is „Spánverjar eru sigurstranglegri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband