Góður leikur hjá Íslandi.

Nokkuð góður.  Þeir náðu að halda dampi og miklu meira var í gangi í sókninni en áður.  Að vísu léku Egytar stundum talsvert framalega og það gaf færi á gegnumbrotum og opnum marktækifærum auk þess sem Guðjón var í stuði og hrökk í gírinn, - en samt sem áður var meiri fjölbreitni og ákefð í sókninni en áður.  Vörnin var nokkuð traust í heildina þó hún gæfi eftir á köflum.

Að vísu verður að segjast, að Egypt var talsvert slakara en eg bjóst við.  Áttu ágætiskafla og þá sá maður að þeir gátu ýmislegt, - en í heildina voru þeir að leika mun verr en eg bjóst við.  Þeir virðast hafa átt slakan leik.  

Það er alveg ljóst að Ísland þarf enn að bæta talsvert í sínum leik til að komast lengra áfram.  Bæta bæði í vörn og sókn.


mbl.is Ísland í 16-liða úrslit á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband