Full ástæða til að hafa áhyggjur af öfga-hægri liðinu hérna sem sumt hvert er með ívaf af ofsa-kristni í pokahorninu.

Það er alveg full ástæða til að hafa áhyggjur af öfga-hægri liðinu hérna sem sumt hvert er með ívaf af ofsa-kristni í pokahorninu. Það hvernig þetta lið er sífellt að færa sig uppá skaftið og normalísera fordóma sína hringir í raun viðvörunarbjöllum. Þegar þetta klingir svona sífellt í eyrum allstaðar, Útvarp saga, blogg, facebook etc. - þetta getur smám saman haft áhrif á suma einstaklinga með skelfilegum afleiðingum. Það ótrúlega er svo að flokkur með svo merka og langa sögu eins og framsóknarflokkurinn skuli taka þetta lið uppá sína arma. Það er enn í fersku minni hvernig Skúla Skúlasyni var boðið inní betri stofu Framsóknarmaddömunnar í síðustu Borgarstjórnarkosningum undir lófaklappi formannsinns. Alveg ótrúlegt háttalag.


mbl.is „Þú veist að landráð eru dauðasök“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hjálpi okkur allir heilagir, Því varla kemur hjálpin frá öðrum!

Á virkilega að leysa stjórnsýslu-klúðurfléttumálin með því að klína kúgunum fjármálasvikaranna og stórsýslunnar á Framsóknarflokkinn einan?

Hvar eru þeir staddir á siðferðisbrautinni siðmenntuðu, sem leyfa svona opinbert fjölmiðlaeinelti á einn flokk umfram aðra samseka flokka?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.12.2014 kl. 22:56

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

rétt Ómar - mikið af hættulegu fólki til EN á meðan þessir kjánar eru sýnilegir er okkur kannski óhætt.   

Rafn Guðmundsson, 1.12.2014 kl. 23:31

3 identicon

Sæll

Það er auðvitað alrangt að hafa í hótunum við fólk vegna skoðana sinna enda miklu betra að máta Siðmenntarmenn bara málefnalega því það er svo auðvelt.

Meinið er að þeir sem að þessum fundi stóðu eru ákaflega illa að sér. Tökum t.d. hugtakið kafir úr islam:

Kafir hefur nokkuð skýra merkingu, skásta þýðingin á kafir á ensku er infidel en það orð nær yfir allan þann farangur sem fylgir þessu orði í hinum múslimska heimi. Almennt má segja að allur hinn íslamski heimur telji kafir vera óhreina og ótraustverða. Skilgreina má kafir sem einstakling sem neitar að gefa sig á vald Allah og viðurkennir ekki Múhameð sem síðasta spámann Allah. Ætli þú sért kafir Ómar?

Þá getum við athugað hvað íslamskir textar segja um kafir, tökum nokkur dæmi:

Súra 1:1 (súra sem endurtekin er dagleg af múslimum) - niðurlægjandi.

Í súru 40:35 er talað um að Allah hati kafirs.

Í súru 83:34 segir að spotta megi kafirs.

Í súru 47:4 segir að hálshöggva megi kafirs (sbr. ISIS).

Í súru 86:15 segir að plotta megi gegn kafirs.

Ekki er farið fögrum orðum um kafirs í súru 8:12 né heldur í 8:13. Hvað finnst Siðmenntarmönnum um þau vers?

Í súru 3:28 segir að múslimar eigi ekki að vingast við kafirs. Við svipaðan tón kveður í súru 4:144.

Í súru 23:97 segir að kafirs séu illir. Siðmenntarmenn flokkast undir kafirs. Ræddi Sigurður þetta hugtak á fundinum? En Helgi þingmaður?

Svo má ekki gleyma súru 9:29 þar sem múslimum er fyrirskipað að ráðast í stríð gegn fólki bókarinnar (gyðingum og kristnum). Mörg önnur dæmi má tína til.

Þekkja Siðmenntarmenn ekki til þessara versa eða er þeim sama? Hvað finnst Siðmenntarmönnum um súru 9:123 þar sem múslimum er skipað að berjast við þá sem ekki aðhyllast íslam? 

Það er almennt samþykkt innan íslam að ijtihad (frjáls túlkun á kóraninum) sé ekki viðeigandi enda hafi allt sem túlka þurfti og skilja verið gert fyrir löngu síðan (nokkrum öldum). Öll vafaatriði innan islam er búið settla og því má ekki véfengja þessi atriði. Þetta á ekki við um Biblíuna. 

Hvaða önnur trúarbrögð en islam geta af sér hryðjuverkamenn?

Ég fagna framtaki Siðmenntarmanna en meinið er að fólk sem talar eins og þessi ágæti Sigurður hefur ekkert kynnt sér málin :-( Fyrir vikið verður svona fundur svolítið hallærislegur.

Helgi (IP-tala skráð) 2.12.2014 kl. 05:39

4 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Ég var á fundinum og það kom mér á óvart hve mikil heift var í tveimur andstæðingum Íslam. Með hatursglampa í augum trufluðu þeir oft þingið. Múslimar hérlendis hafa orðið fyrir ofsóknir og hótanir, en ekki voru nefnd nein dæmi um að þeir hafi verið með slíka framkomu gagnvart þeim sem hafa aðra trú hérlendis. Til allra hamingju var fundarstjórinn mjög ákveðinn og góður. Miðað við framkomu frummælenda og gesta er niðurstaðan mín sú að það er ástæða til þess að óttast Íslamhatara hérlendis. 

Kristján H. Kristjánsson, 2.12.2014 kl. 12:02

5 identicon

Ég fæ oft svona lista af versum sem eru afbökuð hvað varðar túlkun, skýringar og samhengi. Ég nenni yfirleitt ekki að fara yfir þetta allt en tek dæminn í réttri röð þ.e. byrja á byrjunni sem nægir til að lýsa útúrsnúningunum. 

Fyrst kemur 1:1 sem er bæn og það sem fer í taugarnar á sumum er að í henni er beðið um að að lenda ekki í hópum sem eru á villigötum og hvaða móðgun á að felast í þvi er mér ráðagáta.

Í versi 40:35 er ekkert um hatur í garð þeirra vantrúuðu heldur er afneitun þeirra á að opinberun sé möguleg sögð "exceedingly loathsome" og á við þá þeirra sem eru hrokafullir og sjálfumglaðir.

40:35 Such as would call God’s messages in question without having any evidence therefor: [a sin] exceedingly loathsome in the sight of God and of those who have attained to faith. It is in this way that God sets a seal on every arrogant, self-exalting heart. -

 (26) lit "on the heart of every arrogant, self-exalting [person]".

 83:34 (Picktall) This day it is those who believe who have the laugh of disbelievers.

 Ef þetta er lesið í samhengi frá 8:30 þá sést að um er að ræða að háð og spott á kosnað múslímanna og þeim sagt að þetta snúist við að lokum. Svipað og orð Biblíunnar hinir síðustu verða fyrstir o.s. frv.

47:4 segir ekki að hálshöggva eigi alla vantrúaða heldur er verið að tala um stríð sem er jú oftast upp á líf og dauða: Þvert á móti segir versið að eftir að stríð sé unnið skuli föngum sleppt

47:4 NOW WHEN you meet in war those who are bent on denying the truth smite their necks until you overcome them fully, and then tighten their bonds but thereafter set them free, either by an act of grace or against ransom, so that the burden of war may be lifted:

Ég nenni varla lengra niður en Helgi segir:  Í súru 86:15 segir að plotta megi gegn kafirs:  

En hvað segir versið? Hér er það: 86:15 (Picktall) Lo! they plot a plot (against thee, O Muhammad)

Þetta er allt í þessum stíl og fremur vandræðalegt að þurfa að standa í þvargi yfir tómum blekkingum. 

Sverrir Agnarsson (IP-tala skráð) 2.12.2014 kl. 12:10

6 identicon

Sæll Sverrir.

Er vandræðalegt að þurfa að standa í þvargi yfir tómum blekkingum? Ég tek undir það með þér. Meinið er að allt blekkingatal þitt hittir þig sjálfan fyrir að nokkru leyti.

Byrjum á súru 40:35 en þar segir:

"Those who dispute concerning the signs of Allah without an authority having come to them - great is hatred [of them] in the sight of Allah and in the sight of those who have believed . . . "

Stendur ekki "great is the hatred" í þessu versi? Hvaða ensku útgáfu ertu annars að vitna í? Í annarri þýðingu er talað um "grievous and odious" í stað hatred. Er þetta blekking? Menn vitna í eina af útgáfum kóransins og sjá það sem þú vilt kalla blekkingar en eru það auðvitað ekki, um er að ræða vers sem þér finnast óþægileg.

Í Sahih segir (83:34)"So Today those who believed are laughing at the disbelievers". Hér er aftur á ferðinni það að menn vitna einfaldlega í þýðingu á kóraninum sem þér finnst kannski óþægileg en er eigi að síður þýðing sem lesin er. Hér er því ekki farið rangt með né lesið úr samhengi þó hinn ágæti Sverrir vilji kannski að menn trúi því. Eitt sér má kannski segja að þetta vers þýði lítið en þegar þau eru fleiri í þessum dúr um kafirs er um mynstur að ræða. Ef þetta viðhorf til kafirs er allt byggt á blekkingum er afar furðulegt í því ljósi að múslimar skuli kalla tímabil í sögu þjóðar/lands áður en hún/það snýst til islam jahiliyya eða tímabil fáfræði. Er þetta kannski enn einn misskilningurinn? 

Tökum næst 47:4 (Sahih): "So when you meet those who disbelieve [in battle], strike [their] necks until, when you have inflicted slaughter upon them, then secure their bonds. . . . . " Hér fer vart á milli mála um hvað er rætt, nema fyrir suma.

Sahih (3:28): "Let not believers take disbelievers as allies rather than believers. And whoever [of you] does that has nothing with Allah . . . ." Myndir þú segja að þetta vers hvetti til myndunar vináttubanda á milli múslima og kafirs? Í súru 5:51 segir: (Pickthall) "O ye who believe! Take not the Jews and the Christians for friends. They are friends one to another. He among you who taketh them for friends is (one) of them. Lo! Allah guideth not wrongdoing folk." Rímar þetta ekki alveg við 3:28? Eru þetta tómar blekkingar? Þurfa menn kannski að lesa þessi vers með sérstökum gleraugum?

86:15 (Sarwar): "They (disbelievers) plot every evil plan".

Fyrst þetta er þýtt með svona mismunandi hætti getur þú ekki talað um blekkingar, nema þú sért að tala um þínar?

(Muslim 19:4294) en þar má sjá að Múhameð gefur þeim sem ekki eru múslimar þrjá valkosti: a) Gerast múslimar b) Borga jizya c) Stríð við múslima. Er þetta kannski dæmi um blekkingar? Rímar þetta ekki við það sem ég nefni í sambandi við kafirs?

Svo segir það líka mikið að þú skautar alveg yfir sumt af því sem ég segi í nr. 3.

Hafðu það gott Sverrir, ykkur tókst heldur betur vel upp á laugardag.

Helgi (IP-tala skráð) 2.12.2014 kl. 20:21

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Trúarbrögð hindra almenning við að tengjast sínum eigin öfluga, trausta og heilaga góða alheimsanda.

Trúarbrögð eiga engan rétt hér á jörðu.

Trúarbrögð setja með óleyfilegum hætti, pólitíska valdamafíu-hernaðarhöfuðpaura í valdasæti almættisins hér á jörðu, með hörmulegum afleiðingum.

Andarnir miklu og góðu eru ekki pólitískir klíkukallar í trúarbragða-húsum, og enn síður eru þeir sértrúarbragða-boðberar valdaelítu heimsins. Heimsbyggðin er ekki til vegna þessara blekkinga-trúarbragða- valdaelítumafíunnar, heldur vegna alheimsþróunarinnar óstöðvandi og eilífu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.12.2014 kl. 21:31

8 identicon

Að klessa þessu yfir á Framsóknarflokkinn í heild sinni flokkast sem gamaldags venjulegir fordómar (að dæma fjölbreyttan hóp út frá örfáum einstaklingum), ef þetta voru þá Framsóknarmenn. Það flokkast líka sem "að bera ljúgvitni gegn náunga sínum". Maður sem segir "Skítapakk þessir múslimar" og maður sem segir "Skítapakk þessir Framsóknarmenn" eru að eðlisfari nákvæmlega eins menn, bara stillt sér upp bak við mismunandi öfgar, en í grunninn samskonar öfgamaður. Flestir Framsóknarmenn kjósa sinn flokk af hálfum hug, afþví mamma og pabbi gerðu það og afi og amma, og það er ekkert dýpra á bak við Islamska trú flestra manna heldur. Bara vani og siður sem þýðir ekki neitt og segir ekkert um þessa manneskju. Þeir sem sjá það ekki kallast mannhatarar og eru allir af einu og sömu tegundinni. Þeir eru friðarspillar og valda ófriði, sama hvort þeir eru hægri eða vinstri, kristnir, múslimar eða trúlausir, hvítir eða svartir, Evrópumenn eða Arabar, breytir engu. Það er til tvenns konar fólk á jörðinni: Umburðarlynt fólk sem er ekki að klessa alhæfingum á heilu trúarhópana eða stjórnmálahreyfingarnar eða dæma menn út frá til dæmis skoðunum þeirra á alþjóðastofnunum eins og EU eða Nato eða Arababandalaginu og síðan þeir sem gera þetta og standa saman í áframhaldandi ófriði og sundrungu mannkynsins og valda borgarastyrjöldum, annað hvort blóðugum eða bara meiri sundrungu og hatri í samfélaginu. 

Carpe (IP-tala skráð) 3.12.2014 kl. 05:55

9 identicon

Reyndu að skilja að ef þér finnst einhver, sem dæmi Sigmundur eða Vigdís, eitthvað gallaðir einstaklingar, svona prívat og persónulega, og klessir því svo yfir á öll greyin sem kusu þennan flokk, þessa gömlu kjósendur sem hafa bara aldrei og munu aldrei kjósa neitt annað, afþví þetta er gömul hefð í þeirra fjölskyldu áratugi aftur í tímann, sama ástæða og á bak við flest trúarbrögð manna eða þá þessa nýju kjósendur sem langaði í skuldaniðurfellingu (aldrei hitt þá, þeir virðast ekki vilja viðurkenna verknaðinn), þá er það ekkert öðruvísi en að segja "Múslimar eru fífl", afþví þú hafir eitthvað út á Osama Bin Laden, Saddam Hussein eða hryðjuverkamenn, sjálfsmorðsárásarmenn og slíka að setja. Við erum að tala um sömu hugsanavilluna í grunninn. Þú færð mig ekki til að kjósa Framsókn þó þú borgaðir mér 1.000.000 krónur, en þú þarft að borga mér ennþá meira ef þú villt fá mig til að alhæfa um hópa eins og argasta æsingamann.

Carpe (IP-tala skráð) 3.12.2014 kl. 06:00

10 identicon

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/11/25/vill_ad_bretar_gerist_adilar_ad_ees/ Frétta af hræðilegri þjóðernis-fótbolltabullu og þjóðrembingnum og fasistanum, að mati sumra, honum Cameron sem er frægur fyrir að hvetja Íslendinga eindregið til að sækja ekki um ESB heldur mynda bandalag með nágrannaþjóðum sínum. Af fasisma og þjóðrembingi ætlar hann að hafa þjóðaraðkvæðagreiðslu um að Bretar yfirgefi ESB. Nú er hann víst ekki einu sinni al"hvítur" kallinn, heldur kvartgyðingur, en hvað með það, hlýtur að vera nazismi eða eitthvað þannig sem amar að honum. Það sagði mér það einhver Moggabloggari í Samfylkingunni. 

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/12/03/nordmenn_andvigir_inngongu_i_esb/ Hræðileg frétt sem sýnir að 74% Norðmanna eru víst þjóðrembingar, nazistar og fasistar, ef ekki bara Framsóknarmenn líka, samkvæmt skilgreingu sumra manna. 

Fréttir (IP-tala skráð) 4.12.2014 kl. 00:28

11 identicon

Alltaf versnar það. Nú eru einhverjir rammþýskir nazistar, samkvæmt sumra skilgreiningu að skrifa grein í sjálfan Spiegel, virtasta fjölmiðil Þjóðverja að Ítalir séu bara aftur gengnir í lið með Mússolíni og bullandi í fasisma og þjóðrembu ætli þeir bara að hætta að nota Evru, eða sumir myndu túlka það þannig hjá Samfylkingunni: http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1529485/

Fréttir (IP-tala skráð) 4.12.2014 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband