12.11.2014 | 21:17
Þrotabú banka mega greiða kröfur í erlendri mynt bæði í nauðarsamningum og gjaldþroti en verða að gera það á skráðu gengi daginn sem krafa er greidd.
,,Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir að föllnu bankarnir geti greitt kröfur út í erlendri mynd. Sama sé hvort þeim verði slitið með nauðarsamningum eða gjaldþroti. Þetta sé staðfest með nýjum hæstaréttardómi.
Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms, í máli kröfuhafa Kaupþings gegn slitastjórn bankans, um að krafa skuli greiðast út á skráðu gengi daginn sem hún er greidd. Einn af kröfuhöfum Kaupþings höfðaði mál gegn slitastjórninni og krafðist þess að krafa, sem greidd var út, miðaðist við skráð gengi evru þegar greiðslan var innt af hendi, en ekki við gengið 22. apríl 2009, daginn sem bankinn fór í slitameðferð. Héraðsdómur dæmdi kröfuhafanum í vil og Hæstiréttur staðfesti þann úrskurð. Í dómi Hæstaréttar kemur jafnframt fram að lög komi ekki í veg fyrir að þrotabú greiði kröfuhafa í erlendri mynt eigi búið slíkar eignir. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir að dómurinn staðfesti þar með það sem slitastjórnin hafi alltaf haldið fram.
En dómurinn tekur líka fram að búinu sé heimilt að greiða götu erlenda lánadrottna við skiptalok með því að kaupa á markaði fjárhæð í erlendum gjaldeyri ef til eru íslenskar krónur. Þannig að dómurinn staðfestir og tekur af allan vafa um að þetta sé heimilt."
...
http://www.ruv.is/frett/glitnir-bankar-megi-borga-i-erlendri-mynt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.