8.11.2014 | 01:21
Ungt fólk í dag hlýtur barasta að velta alvarlega fyrir sér hvort skynsamlegast sé að flytja frá Íslandi og hasla sér völl erlendis.
Og foreldrar eða fjölskyldurnar hljóta að hvetja og styðja ungmennin í því. Annað væri verulega sérkennilegt.
Var að horfa á þátt á einhverri stöðinni hérna um svokallað námslánakerfi á Íslandi og í framhaldi voru samanburðadæmi frá fólki erlendis, td. Danmörku.
Það var hrein hörmung að hlýða á þáttinn hvað Ísland varðar. Hrein hörmung og mjög alarming fyrir innbyggja hérna.
T.a.m. stenst Ísland engan samanburð við Danmörku á þessu sviði. Það er alveg himinn og haf á milli.
M.a. var talað við einn íslending sem hafði langa reynslu í námi hér og erlendis og hann sagði að ef hann hefði vitað hvernig staðreyndir lægju í byrjun, þá hefði hann ekki hikað við í upphafi að flytja til Danmerkur, vinna sér inn rétt, og fara svo inní danska kerfið.
Málið er að fyrir ekkert mörgum árum var miklu erfiðara að fá upplýsingar. Núna liggja þessar upplýsingar allar fyrir og eru öllum aðgengilegar.
Svo er annað sem fylgir þessu. Að þegar fólk verður komið inní danska kerfið varðandi námslán - þá verða miklar líkur á að það festi þar rætur.
Danmörk er miklu mun fjölskylduvænni en Ísland og lánamál, td. íbúðarlán, eru gegnsærri og fyrirsjánlegri en hér. Þegar fólk er einu sinni komið inní slíkt kerfi, kerfi þar sem hægt er að gera plön og fyrirkomulag er frekar gegnsætt o.s.frv. - þá sjá menn ókostina við íslenska dæmið miklu skýrar. Sem leiðir svo til að enn ólíklegra er að fólk komi til baka.
Eg mundi ætla að þetta væri áhyggjuefni fyrir Ísland og Íslendinga.
Þetta framsjallakerfi hér á öllum hlutum er gjörsamlega að stórskaða land og lýð. Eigi bæta almennir þjóðbelgingar og forseti svo ástandið. Heldur auka þeir skaðann.
Ef ég væri td. ungur í dag - ég mundi íhuga vandlega og af fullri alvöru brottfluttning eða í raun bara flótta frá þessu framsjallafári hérna og forsetaþjóðbelgingum.
Það er bara þannig.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.