23.9.2014 | 12:22
Skilaboð framsóknarmanna til unglingahjarðar þessa lands: Dettið í´ða!
Það hefur vakið nokkra furðu meðal landsmanna predikanir framsóknarmanna á fundikvöldi hjá háskólanemum. Þar komu framsóknarmenn, óboðnir að eigin sögn, og fluttu fram erindisstúfa um sín hugarefni, pólitísk sem önnur.
Athygli vakti að meginboðskapurinn til unglinganna virtist vera, að allir ætti núna bara að fara á fyllerí. Verða blind, rúllandi fullir. Vera á framsóknarrassgatinu, eins og sagt er um fulla menn.
Velta menn talsvert vöngum yfir þessu.
Segja sumir að nú sé af sem áður var þegar framsóknarmenn fóru til kosninga með það að uppleggi að ísland yrði vímuefnalaust árið 2000. Núna eiga bara allir að detta í´ða
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.