22.9.2014 | 10:20
Grænlendingar ætla að krefjast meira en 100.000 tonna makrílkvóta og beita sér af hörku. Samningviðræður verða ekki fyrir börn, segja grænlendingar.
Það er aldeilis klúðrið sem framsóknarmenn og LÍÚ eru búin að koma sér í á kostnað almennings á Íslandi.
,,Grønland ætlar sær meira en 100.000 tons av makreli næsta ár. Samráðingarnar um makrel vera grótharðar, tær vera ikki fyri børn, sum aðalstjórin í grønlendska fiskimálaráðnum, Jørgen Isak Olsen, tekur til í samrøðu við danska blaðið Politiken.
Sagt verður tó ikki, hvønn Grønland skal samráðast við um markrel.
...
http://kvf.fo/greinar/2014/09/22/grothardar-samradingar-um-makrel-ikki-fyri-born
Grænlendingar ætla náttúrulega að samráðast við framsóknarmenn og LÍÚ um makrílinn, býst eg við.
Jafnframt fréttist ekkert af málum Brimnes sem tekið var af gæslunni.
Eg hefði haldið að LÍÚ-fjölmiðlar hérn í fásinni mundi flytja frekari fréttir af þeirri stórfurðulegu uppákomu.
Athugasemdir
Að sjálfsögðu eiga Grænlendingar að veiða sem mest af makríl-engisprettunum á þeirra lögsöguslóðum, og til hagsbóta fyrir Grænlands-fólkið! Ef ég hef skilið rétt, þá er gífurleg fátækt hjá almenningi á Grænlandi, og þeir eiga að fá arðinn af makrílnum. Alveg eins og almenningur á Íslandi á að fá arðinn af makrílveiðum og verðvæti hans á Íslandi.
Einhver alþjóðafiskistjórnunar-ræningjaklíka hefur ekki nokkurn siðferðilegan né réttlætanlegan rétt til að ráðskast og ræna lífsbjörgum frá almenningi þjóða! Það getur enginn með réttu rænt og ráðskast með eigur almennings þjóða heims.
Ég velti fyrir mér hvaða flokkseigenda-félag ætli að leggja undir sig ferðaþjónustuna hringinn í kringum Ísland, þegar á að vera búið að útrýma bændum á jörðunum? Eru sjallar ekki óvenju áhugasamir um ferðamálagróðann? Á það að verða fjórflokka-eigendanna næsta ránsfang, eftir að þeir eru búnir að spilavítis-glata fiskinum?
Mér finnst valda-sjalla-embættin og áhangendur þeirra úr öðrum flokkum, varla opna á sér munninn núorðið, án þess að slefa yfir ofurgróða af ferðaþjónustu. Og jafnvel skattfrjálsa starfsemi, með okurþjónustuverð fyrir ríka útlendinga, á þessum nýja ránsfeng?
Ætla þeir ræningjar og sjálftökulið líka að leggja undir sig ferðamannaiðnaðinn á Grænlandi?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.9.2014 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.