10.9.2014 | 15:57
Tyrkir vildu fresta leiknum eða fá fluttan annað.
Sumir hafa velt vöngum yfir slakri framistöðu tyrkja á Laugardalsvelli í gær. Þó leikur þeirra hafi aðeins skánað þegar á leið fram að rauða spjaldi - þá var spilamennska þeirra léleg og líkt og lítill sem enginn áhugi á leiknum hjá þeim. Máttlausir og ekki skapandi.
Sennilegasta skýringin er sú sem kom fram hjá einum landsliðsmanninum að Laugardagsvöllur er bara of lítill fyrir tyrki. Hentaði þeim greinilega enganvegin að spila á svo litlum velli.
Hitt er svo auðvitað einn þáttur, að tyrkir hafa ekkert verið eins sterkir undanfarið og þeir voru þarna á gulltímabilinu um 2000. Þeir hafa ekki náð að fylgja því eftir og þeir eru bara svipaðir á FIFA listanum og Ísland. Samt sem áður voru þeir ekki að sýna sitt rétta andlit í gær. Og það kom á óvart. Þeir voru slakir.
Sumir erlendis vilja meina að tyrkir hafi viljað fresta leiknum eða fá fluttan annað.
,,The match is set to kick off as planned in Iceland’s capital. The Turkish Football Federation (TFF) requested to postpone or move the match to another location because of earthquakes and mild volcanic activity, which have continued on the island since mid-August, but UEFA stated that there would be no trouble."
http://www.todayszaman.com/sports_turkey-hopes-for-new-beginning-against-iceland-in-euro-qualifiers_358092.html
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.